Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 27. maí 2024 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Það er ótrúlega mikilvægt að fá þessi stig," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í Bestu deildinni í sumar.

„Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum stigum. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

„Við gátum ekki verið að tapa fleiri leikjum, ekki í röð. Þetta snýst oft um frammistöðu og annað slíkt, en við höfum ekki fengið mikið út úr því hingað til. Núna fengum við góða frammistöðu og unnum leikinn. Það var þvílíkur kraftur í okkur. Við vorum duglegir varnarlega og skoruðum flott mark. Heilt yfir er ég mjög ánægður."

„Við lögðum þetta upp sem úrslitaleik fyrir það sem við ætlum að gera í þessu móti. Núna fáum við þessa tilfinningu að vinna og vonandi hjálpar það okkur í næstu leikjum."

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliðinn, er mættur aftur og það skiptir miklu máli.

„Ragnar Bragi kemur með auka kraft og geggjaðan kraft. Hann er ótrúlega mikilvægur í okkar leikstíl og er þvílíkur karakter í þennan hóp. Það skiptir öllu máli að fá hann aftur. Hann stjórnar og leiðbeinir mönnum inn á vellinum. Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn. Hann er okkar karakter í þessu og það er ótrúlega mikilvægt að fá hann inn."

Það er mikill léttir fyrir Fylki að fá þennan sigur.

„Jú, það er mjög mikill léttir. Ég held að þetta snúist við núna," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner
banner
banner