Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
banner
   sun 27. júlí 2014 22:23
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Hefði ekki orðið hissa hefðu þeir skorað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er vonandi sterkt stig fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir 1-1 jafntefli Breiðabliks á útivelli gegn KR.

„Kannski hefðum við tekið stigið fyrir leik en eins og leikurinn spilaðist þá höfðum við tækifæri til að vinna leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára þetta.“

„Við viljum fleiri stig. Eftir síðasta leik vorum við súrir því þar höfðum við færi á að taka þrjú stig eftir að hafa verið manni fleiri um tíma. Okkur hefur ekki gengið nógu vel manni fleiri en ég get ekki kvartað yfir mínu liði. Strákarnir hafa lagt allt í sölurnar. Við vorum þéttir í fyrri hálfleik og gáfum engin færi á okkur.“

„Þeir fóru illa með okkur síðast og uppstillingin hér í dag bar keim af því. Við vildum þétta miðjuna þar sem þeir fóru illa með okkur seinast og það tókst mjög vel. Við spiluðum ekki alveg nógu vel úr spilunum eftir spjaldið og þeir fengu líka sénsa. Eins og sumarið hefur verið hingað til þá hefði það ekki komið mér á óvart hefðum við fengið eitt í andlitið í restina.“

„Ég á ekki von á viðbótum. Við erum með mjög þéttan hóp en við missum að vísu tvo menn núna í Gísla Páli og Tómasi Óla. Gísli hefur verið okkar jafnbesti maður síðan ég tók við og þetta er blóðtaka fyrir okkur. En það koma menn í manns stað og við munum fylla þessi skörð.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner