Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
banner
   sun 27. júlí 2014 22:23
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Hefði ekki orðið hissa hefðu þeir skorað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er vonandi sterkt stig fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir 1-1 jafntefli Breiðabliks á útivelli gegn KR.

„Kannski hefðum við tekið stigið fyrir leik en eins og leikurinn spilaðist þá höfðum við tækifæri til að vinna leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára þetta.“

„Við viljum fleiri stig. Eftir síðasta leik vorum við súrir því þar höfðum við færi á að taka þrjú stig eftir að hafa verið manni fleiri um tíma. Okkur hefur ekki gengið nógu vel manni fleiri en ég get ekki kvartað yfir mínu liði. Strákarnir hafa lagt allt í sölurnar. Við vorum þéttir í fyrri hálfleik og gáfum engin færi á okkur.“

„Þeir fóru illa með okkur síðast og uppstillingin hér í dag bar keim af því. Við vildum þétta miðjuna þar sem þeir fóru illa með okkur seinast og það tókst mjög vel. Við spiluðum ekki alveg nógu vel úr spilunum eftir spjaldið og þeir fengu líka sénsa. Eins og sumarið hefur verið hingað til þá hefði það ekki komið mér á óvart hefðum við fengið eitt í andlitið í restina.“

„Ég á ekki von á viðbótum. Við erum með mjög þéttan hóp en við missum að vísu tvo menn núna í Gísla Páli og Tómasi Óla. Gísli hefur verið okkar jafnbesti maður síðan ég tók við og þetta er blóðtaka fyrir okkur. En það koma menn í manns stað og við munum fylla þessi skörð.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner