Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   sun 27. júlí 2014 22:23
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Hefði ekki orðið hissa hefðu þeir skorað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er vonandi sterkt stig fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir 1-1 jafntefli Breiðabliks á útivelli gegn KR.

„Kannski hefðum við tekið stigið fyrir leik en eins og leikurinn spilaðist þá höfðum við tækifæri til að vinna leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára þetta.“

„Við viljum fleiri stig. Eftir síðasta leik vorum við súrir því þar höfðum við færi á að taka þrjú stig eftir að hafa verið manni fleiri um tíma. Okkur hefur ekki gengið nógu vel manni fleiri en ég get ekki kvartað yfir mínu liði. Strákarnir hafa lagt allt í sölurnar. Við vorum þéttir í fyrri hálfleik og gáfum engin færi á okkur.“

„Þeir fóru illa með okkur síðast og uppstillingin hér í dag bar keim af því. Við vildum þétta miðjuna þar sem þeir fóru illa með okkur seinast og það tókst mjög vel. Við spiluðum ekki alveg nógu vel úr spilunum eftir spjaldið og þeir fengu líka sénsa. Eins og sumarið hefur verið hingað til þá hefði það ekki komið mér á óvart hefðum við fengið eitt í andlitið í restina.“

„Ég á ekki von á viðbótum. Við erum með mjög þéttan hóp en við missum að vísu tvo menn núna í Gísla Páli og Tómasi Óla. Gísli hefur verið okkar jafnbesti maður síðan ég tók við og þetta er blóðtaka fyrir okkur. En það koma menn í manns stað og við munum fylla þessi skörð.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner