Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 27. júlí 2021 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Héldum haus og kláruðum leikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst sanngjarn sigur heilt yfir, við vorum töluvert betra liðið í fyrri hálfleik, sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir sigur gegn Þór á SaltPay vellinum á Akureyri.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

„Leikurinn leystist reyndar upp í svolitla vitleysu með látum, örgum og görgum en við héldum haus og kláruðum leikinn."

Fram var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en brutu ísinn loksins á loka mínútu fyrri hálfleiks, hefðu geta verið búnir að skora miklu fyrr.

„Já, klárlega, fengum færi til þess en svona er þetta bara í þessu, þetta er inn og út stundum. 1-0 í hálfleik var bara fínt en síðan fannst mér leikurinn leysast upp í vitleysu í seinni hálfleik og við ósáttir með að við náðum ekki að vera rólegri á boltann og spila honum niðri á jörðinni, mér fannst Þórsararnir bjóða uppá það að við hefðum geta farið í gegnum þá í hvert skipti sem við náðum saman 4-5 sendingum."

Jón vissi alveg við hverju mátti búast við af Þór á heimavelli.

„Þórsararnir spila svona og við vissum það alveg, þeir vilja læti og eru hörku lið og erfitt að spila á móti, þeir eru duglegir, berjast og mjög sterkt lið líkamlega þannig að þú þarft að vera tilbúinn í svoleiðis baráttu ef þú ætlar að fá eitthvað á móti þeim og við þurftum að hafa fyrir því í dag."

Þórsarar tóku við sér í síðari hálfleik, var mikið stress á bekknum hjá Fram?

„Jújú, að sjálfsögðu, þeir voru að koma boltanum svolítið inn í teig, þeir eru stórhættulegir með öfluga skallamenn og eins og ég segi aggressívir á boltann þannig að það gat eitthvað dottið inn. Þeir fengu ekki mörg færi, Óli greip það sem að þurfti, eitt mjög gott skallafæri, engu að síður fullt af hættulegum stöðum hjá Þór sem við þurftum að eiga við."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner