Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 27. október 2024 21:55
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta er svona hægt og rólega að komast inn. Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut strax eftir þetta." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víking 3-0 og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var ekki fallegur leikur, eða eitthvað líkt okkur. En markmiðið var að taka þetta þannig, taka þetta maður á mann, vinna þá baráttu og þá erum við í ansi góðum málum. Þetta var baráttu leikur, við kannski örlítið ferskari en þeir, þeir koma náttúrulega úr leik núna á fimmtudaginn. Mjög góður vinnu sigur."

Víkingum nægði jafntefli í leiknum en Breiðablik þurfti sigur til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Það tókst hjá Blikum í kvöld.

„Þetta er 90 mínútna leikur og þú bara spilar hann og reynir að vinna. Við spiluðum líka leik í síðustu helgi á móti Stjörnunni þar sem við vissum að við máttum ekki tapa. Það var mjög skrýtið fannst mér, mér leið aldrei vel í þeim leik. Þeir voru náttúrulega í þeirri stöðu núna, en svo er þetta náttúrulega bara fótboltaleikur, og 90 mínútur og það er svo margt sem gerist á þeim."

Það voru ekki margir sem spáðu Breiðablik titlinum fyrir tímabil en þeir komu öllum á óvart og tóku hann heim í Kópavoginn.

„Þetta var langt tímabil, við byrjum mjög vel, stigalega án þess að vera kannski líkir sjálfum okkur. Svo lendum við í smá dal, og lendum í smá veseni. Þá kannski finnum við okkar einkenni og styrkleika aftur. Eftir það hefur þetta gengið lygilega vel, stigasöfnin sérstaklega. En svona undir lokin þá kannski fer fótboltinn aðeins niður, enda mikið í húfi og við erum bara mannlegir og þá fara taugar að spila inn í. En bara ótrúlega þroskuð og góð frammistaða heilt yfir. Stigasöfnuni er náttúrulega lygilega góð þannig. Eins og ég segi mikið af breytingum, nýtt þjálfarateymi og margir leikmenn sem fara. Þannig ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þjáfarateyminu, liðinu og öllum í kringum þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner