Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 27. október 2024 21:55
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta er svona hægt og rólega að komast inn. Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut strax eftir þetta." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víking 3-0 og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var ekki fallegur leikur, eða eitthvað líkt okkur. En markmiðið var að taka þetta þannig, taka þetta maður á mann, vinna þá baráttu og þá erum við í ansi góðum málum. Þetta var baráttu leikur, við kannski örlítið ferskari en þeir, þeir koma náttúrulega úr leik núna á fimmtudaginn. Mjög góður vinnu sigur."

Víkingum nægði jafntefli í leiknum en Breiðablik þurfti sigur til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Það tókst hjá Blikum í kvöld.

„Þetta er 90 mínútna leikur og þú bara spilar hann og reynir að vinna. Við spiluðum líka leik í síðustu helgi á móti Stjörnunni þar sem við vissum að við máttum ekki tapa. Það var mjög skrýtið fannst mér, mér leið aldrei vel í þeim leik. Þeir voru náttúrulega í þeirri stöðu núna, en svo er þetta náttúrulega bara fótboltaleikur, og 90 mínútur og það er svo margt sem gerist á þeim."

Það voru ekki margir sem spáðu Breiðablik titlinum fyrir tímabil en þeir komu öllum á óvart og tóku hann heim í Kópavoginn.

„Þetta var langt tímabil, við byrjum mjög vel, stigalega án þess að vera kannski líkir sjálfum okkur. Svo lendum við í smá dal, og lendum í smá veseni. Þá kannski finnum við okkar einkenni og styrkleika aftur. Eftir það hefur þetta gengið lygilega vel, stigasöfnin sérstaklega. En svona undir lokin þá kannski fer fótboltinn aðeins niður, enda mikið í húfi og við erum bara mannlegir og þá fara taugar að spila inn í. En bara ótrúlega þroskuð og góð frammistaða heilt yfir. Stigasöfnuni er náttúrulega lygilega góð þannig. Eins og ég segi mikið af breytingum, nýtt þjálfarateymi og margir leikmenn sem fara. Þannig ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þjáfarateyminu, liðinu og öllum í kringum þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner