Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 27. október 2024 21:55
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta er svona hægt og rólega að komast inn. Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut strax eftir þetta." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víking 3-0 og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var ekki fallegur leikur, eða eitthvað líkt okkur. En markmiðið var að taka þetta þannig, taka þetta maður á mann, vinna þá baráttu og þá erum við í ansi góðum málum. Þetta var baráttu leikur, við kannski örlítið ferskari en þeir, þeir koma náttúrulega úr leik núna á fimmtudaginn. Mjög góður vinnu sigur."

Víkingum nægði jafntefli í leiknum en Breiðablik þurfti sigur til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Það tókst hjá Blikum í kvöld.

„Þetta er 90 mínútna leikur og þú bara spilar hann og reynir að vinna. Við spiluðum líka leik í síðustu helgi á móti Stjörnunni þar sem við vissum að við máttum ekki tapa. Það var mjög skrýtið fannst mér, mér leið aldrei vel í þeim leik. Þeir voru náttúrulega í þeirri stöðu núna, en svo er þetta náttúrulega bara fótboltaleikur, og 90 mínútur og það er svo margt sem gerist á þeim."

Það voru ekki margir sem spáðu Breiðablik titlinum fyrir tímabil en þeir komu öllum á óvart og tóku hann heim í Kópavoginn.

„Þetta var langt tímabil, við byrjum mjög vel, stigalega án þess að vera kannski líkir sjálfum okkur. Svo lendum við í smá dal, og lendum í smá veseni. Þá kannski finnum við okkar einkenni og styrkleika aftur. Eftir það hefur þetta gengið lygilega vel, stigasöfnin sérstaklega. En svona undir lokin þá kannski fer fótboltinn aðeins niður, enda mikið í húfi og við erum bara mannlegir og þá fara taugar að spila inn í. En bara ótrúlega þroskuð og góð frammistaða heilt yfir. Stigasöfnuni er náttúrulega lygilega góð þannig. Eins og ég segi mikið af breytingum, nýtt þjálfarateymi og margir leikmenn sem fara. Þannig ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þjáfarateyminu, liðinu og öllum í kringum þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir