Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 27. október 2024 21:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta er sturlað. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja. Tilfininngarrússíbani núna en þetta er frábært." Sagði nýkringdur Íslandsmeistari Damir Muminovic eftir sigurinn í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég get viðurkennt það að ég sá einhver umtöl um leikinn að það vantaði De Bruyne, Messi og Ronaldo í Víkingsliðið og eitthvað svona. Ég var að vonast eftir að allir myndu vera með og þeir voru með í dag og við pökkuðum þeim bara saman." 

„Ég sagði einhverstaðar áðan að þessi væri sennilega sætari en 2022 þar sem við komum hingað og það er ekkert auðvelt að koma hingað og vinna 3-0 þannig þessi er svona sætari en fyrsti." 

Leikurinn í kvöld var líklega einn sá stærsti sem við höfum séð allavega síðustu tíu ár.

„Við vorum bara klárir frá því eftir Stjörnuleikinn. Þá fáum við smá bara svona í afsakið orðbragðið 'fokk it' mode. Við ætluðum bara að mæta hingað og segja bara 'fokk it' og 'all guns blazing', maður á mann út um allt og vinna þannig og það tókst."

Breiðablik áttu ekkert sérstaklega gott Íslandsmót á síðata ári og var því gríðarlega sætt að vinna titilinn í ár.

„Tímabilið í fyrra var bara eitthvað grín svona fyrir utan Confrence league. Ég held að við höfum fengið á okkur einhver hundrað mörk í fyrra þannig við ákváðum að laga varnarleikinn í ár og vinna út frá því. Sóknarleikurinn kom í kjölfarið og við enduðum sem besta lið mótsins." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner