Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   sun 28. maí 2023 22:53
Sölvi Haraldsson
Gyrðir: Völlurinn var skemmtilegur en mjög blautur
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara í fyrsta lagi mjög ánægður með þessi þrjú stig. Mjög góður leikur og aðstæður bara góðar. Virkilega blautur völlurinn, skemmtilegt fótboltaveður en smá erfitt“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Hvernig fannst þér myndbandið sem var gert í aðdragandanum að þessum leik þar sem vitnað var mikið í kartöflugarð?

„Það var virkilega gott grín. Völlurinn er miklu betri en hann var samt og rigningin hjálpar honum mikið. En hann var virkilega blautur en bara góður í dag.“

Þið hafið unnið alla leiki sem þið spilið á grasi, finnst ykkur svona gaman að spila á grasi?

„Já, alvöru fótbolti er spilaður á grasi. Nei ég segi svona. Okkur líður vel á grasi. Þetta er heimavöllurinn okkar og við eigum að gera hann að vígi. Okkur líður mjög vel hérna.“

Þú heldur áfram að skora hérna aðra umferðina í röð, þú hlýtur að vera ánægður með þína persónulegu frammistöðu?

„Já virkilega. Ég er ánægður að hafa skorað annan leikinn í röð en fyrst og fremst ánægður með þessi þrjú stig.“

Fannst þér þetta fara í Eggert eða helduru að þú eigir þriðja markið sem þið skorið í dag, þegar HK-ingar báðu um rangstöðu á Eggert?

„Mér fannst boltinn hafa farið inn fyrir línuna áður en Eggert snerti hann. En ég veit það ekki, ég þarf að sjá það betur. Ég hélt að ég hafi skorað þetta mark allavegana.“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner