Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 28. maí 2023 22:53
Sölvi Haraldsson
Gyrðir: Völlurinn var skemmtilegur en mjög blautur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara í fyrsta lagi mjög ánægður með þessi þrjú stig. Mjög góður leikur og aðstæður bara góðar. Virkilega blautur völlurinn, skemmtilegt fótboltaveður en smá erfitt“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Hvernig fannst þér myndbandið sem var gert í aðdragandanum að þessum leik þar sem vitnað var mikið í kartöflugarð?

„Það var virkilega gott grín. Völlurinn er miklu betri en hann var samt og rigningin hjálpar honum mikið. En hann var virkilega blautur en bara góður í dag.“

Þið hafið unnið alla leiki sem þið spilið á grasi, finnst ykkur svona gaman að spila á grasi?

„Já, alvöru fótbolti er spilaður á grasi. Nei ég segi svona. Okkur líður vel á grasi. Þetta er heimavöllurinn okkar og við eigum að gera hann að vígi. Okkur líður mjög vel hérna.“

Þú heldur áfram að skora hérna aðra umferðina í röð, þú hlýtur að vera ánægður með þína persónulegu frammistöðu?

„Já virkilega. Ég er ánægður að hafa skorað annan leikinn í röð en fyrst og fremst ánægður með þessi þrjú stig.“

Fannst þér þetta fara í Eggert eða helduru að þú eigir þriðja markið sem þið skorið í dag, þegar HK-ingar báðu um rangstöðu á Eggert?

„Mér fannst boltinn hafa farið inn fyrir línuna áður en Eggert snerti hann. En ég veit það ekki, ég þarf að sjá það betur. Ég hélt að ég hafi skorað þetta mark allavegana.“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner