Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 28. maí 2023 22:53
Sölvi Haraldsson
Gyrðir: Völlurinn var skemmtilegur en mjög blautur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara í fyrsta lagi mjög ánægður með þessi þrjú stig. Mjög góður leikur og aðstæður bara góðar. Virkilega blautur völlurinn, skemmtilegt fótboltaveður en smá erfitt“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Hvernig fannst þér myndbandið sem var gert í aðdragandanum að þessum leik þar sem vitnað var mikið í kartöflugarð?

„Það var virkilega gott grín. Völlurinn er miklu betri en hann var samt og rigningin hjálpar honum mikið. En hann var virkilega blautur en bara góður í dag.“

Þið hafið unnið alla leiki sem þið spilið á grasi, finnst ykkur svona gaman að spila á grasi?

„Já, alvöru fótbolti er spilaður á grasi. Nei ég segi svona. Okkur líður vel á grasi. Þetta er heimavöllurinn okkar og við eigum að gera hann að vígi. Okkur líður mjög vel hérna.“

Þú heldur áfram að skora hérna aðra umferðina í röð, þú hlýtur að vera ánægður með þína persónulegu frammistöðu?

„Já virkilega. Ég er ánægður að hafa skorað annan leikinn í röð en fyrst og fremst ánægður með þessi þrjú stig.“

Fannst þér þetta fara í Eggert eða helduru að þú eigir þriðja markið sem þið skorið í dag, þegar HK-ingar báðu um rangstöðu á Eggert?

„Mér fannst boltinn hafa farið inn fyrir línuna áður en Eggert snerti hann. En ég veit það ekki, ég þarf að sjá það betur. Ég hélt að ég hafi skorað þetta mark allavegana.“ sagði Gyrðir Hrafn, leikmaður FH, eftir 4-3 sigur á HK.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner