Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   lau 28. ágúst 2021 17:59
Brynjar Óli Ágústsson
Gústi Gylfa: Kannski sagan þeirra í sumar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér fannst við ekki byrja leikinn alveg nógu vel. Þeir voru sterkari 11 á móti 11 og skoruðu snemma mark á okkur,'' sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 2-1 tap gegn Fram á útivelli.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Grótta

„Þeir fá mann sendan í sturtu og við erum einum fleiri. Þá gerist það að við tökum aðeins yfir leikinn, vorum meira á boltanum og sköpuðum okkur marga góða sénsa og upphlaup og náum að skora úr einu.''

„En ein sókn hjá Frömurum og vinstri bakvörður sem klínir honum stöngin inn er kannski sagan þeirra í sumar. Vinnusigur hjá þeim, en við erum svekktir að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik.''

„Það gerist svona þegar þú ert einum fleiri, þá fer leikurinn dálítið í það að halda bolta og reyna skapa sér. Mér fannst við gera það á köflum... og náðum að opna þá nokkrum sinnum. Þeir voru þéttir fyrir og upskáru þrjú stig, sem var frekar fúlt fyrir okkur.''

Gústi var spurður um það hvernig honum finnst tímabilið hafa gengið hjá Gróttu í sumar.

„Við byrjuðum ágætlega, en svo komu þarna nokkrir leikir þar sem að dálítið stöngin út og fengum ekki mörg stig. Erum búnir að vera á ágætu rönni núna, þar sem við fengum fjóra sigra í röð og svo kemur þetta hjá okkur''

„Það eru þrír leikir eftir og við ætlum að enda þá leiki vel, góða frammistöðu og fá einhverja sigra í þessu. Svo sjáum við bara til hvar við endum í töflunni."

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner