
„Þetta er mikil spenna og mikil eftirvænting. Ég get ekki beðið eftir því að spila," sagði Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Vestramenn eru komnir alla leið á Laugardalsvöll þar sem þeir mæta Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni. Þeir lögðu Fjölni að velli í undanúrslitunum.
Vestri hefur verið að toppa á réttum tíma eftir brösuga byrjun á tímabilinu.
„Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær, að fara inn í hvern einasta leik með það í hausnum að þú ert ekki að fara að tapa," segir Elmar.
Elmar hefur lengi verið í Vestra og er lengi búinn að vera með fyrirliðabandið hjá liðinu. Er þetta besta tímabil sem hann hefur upplifað með félaginu?
„Við vorum að ræða þetta á leiðinni, ég og Davíð. Já, ég held að þetta sé besta Vestralið sem ég hef spilað með í þessu níu ára sem ég hef spilað með liðinu," segir Elmar en hann bætir við að Davíð Smári sé frábær þjálfari sem hafi komið sterkur inn hjá félaginu.
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir