Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 28. september 2023 22:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Víkingar tóku á móti FH í kvöld á heimavelli hamingjunnar þegar 3.umferð eftri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir fyrri hálfleik en Víkingar gerðu vel að koma tilbaka og snúa leiknum sér í vil.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Við vorum að spila bara mjög góðan leik og FH voru harðir og spiluðu maður á mann sem er bara geggjað að spila á móti." Sagði Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn í kvöld var mikill baráttuleikur og naut Nikolaj Hansen sín mjög að spila.

„Já mér finnst það gaman. FH eru bara búnir að vera sterkir í úrslitakeppninni, búnir að vera góðir og með sterkt lið og það var gaman að sjá þá fara bara á fullu í okkur að pressa." 

Víkingar eru búnir að sigra Bestu deildina og voru búnir að vinna þegar 4 leikir voru eftir af mótinu en Nikolaj vildi þó ekki meina að það væri erfiðara spila leikina þegar þeir væru búnir að vinna mótið.

„Nei, við erum núna að reyna ná stigametinu og verðum að vinna tvo seinustu leikina bara til að enginn nái að brjóta metið. Ég held að ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera." 

Nánar er rætt við Nikolaj Hansen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir