Víkingar tóku á móti FH í kvöld á heimavelli hamingjunnar þegar 3.umferð eftri hluta Bestu deildarinnar fór fram.
FH komust yfir fyrri hálfleik en Víkingar gerðu vel að koma tilbaka og snúa leiknum sér í vil.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 FH
„Við vorum að spila bara mjög góðan leik og FH voru harðir og spiluðu maður á mann sem er bara geggjað að spila á móti." Sagði Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga eftir leikinn í kvöld.
Leikurinn í kvöld var mikill baráttuleikur og naut Nikolaj Hansen sín mjög að spila.
„Já mér finnst það gaman. FH eru bara búnir að vera sterkir í úrslitakeppninni, búnir að vera góðir og með sterkt lið og það var gaman að sjá þá fara bara á fullu í okkur að pressa."
Víkingar eru búnir að sigra Bestu deildina og voru búnir að vinna þegar 4 leikir voru eftir af mótinu en Nikolaj vildi þó ekki meina að það væri erfiðara spila leikina þegar þeir væru búnir að vinna mótið.
„Nei, við erum núna að reyna ná stigametinu og verðum að vinna tvo seinustu leikina bara til að enginn nái að brjóta metið. Ég held að ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera."
Nánar er rætt við Nikolaj Hansen í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |