Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. janúar 2020 06:00
Auglýsingar
Leikur erkifjenda styrkir gott málefni
Mynd: Aðsend
Leikur erkifjendanna á Akureyri í Kjarnafæðimótinu, KA og Þórs, fer fram næstkomandi laugardag klukkan 13:30 í Boganum á Akureyri. Leikir þessara liða hafa síðustu árin verið afar skemmtilegir og Boginn iðulega verið vel sóttur þegar þessi lið mætast.

KA er á toppi A riðils en Þórsarar, sem eiga leik til góða misstu tvö stig þegar þeir gerðu jafntefli við Dalvík/Reyni fyrr í mánuðinum. Þórsarar þurfa því á sigri að halda ætli þeir sér sigur í mótinu.

Í tilefni þessa leiks hefur KDN (Knattspyrnudómarafélag Norðurlands) ákveðið að aðgangseyrir verði 500 krónur og renni óskiptur til góðs málefnis.

Allur ágóðinn rennur óskiptur til fjölskyldu Bjarna Hrannars Héðinssonar, dómara. Bjarni Hrannar, sem hefur verið dómari á Norðurlandi í langan tíma og á farsælan feril sem slíkur, hneig niður í lok nóvember síðastliðnum á æfingu þar sem hann missti meðvitund og fór í hjartastopp. Hann gengur nú í gegnum langa og stranga endurhæfingu.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og styrkja gott málefni með þvi að horfa á þessa erkifjendur leiða saman hesta sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner