Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 29. janúar 2023 14:40
Aksentije Milisic
Myndband: Stórglæsilegt mark hjá Divock Origi
Mynd: EPA

Divock Origi kom inn á sem varamaður hjá AC Milan í dag en liðið steinlá á heimavelli gegn Sassuolo.


Leiknum lauk með 2-5 sigri gestanna en Sassuolo hafði ekki unnið leik í deildinni í rúma þrjá mánuði.

Origi minnkaði muninn í 2-5 með marki seint í leiknum en markið var hins vegar algjörlega frábært.

Hann fékk þá boltann fyrir utan teig og setti hann frábærlega í fjærhornið, yfir markvörð gestanna og í slánna og inn.

Þetta var því miður fyrir Ítalíumeistaranna alls ekki nóg en engu að síður hrikalega vel tekið mark hjá Belganum.

Smelltu hérna til þess að sjá markið.


Athugasemdir