Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirlýsing frá Pogba: Ég tel þennan dóm vera rangan
Pogba var í dag dæmdur í fjögurra ára bann.
Pogba var í dag dæmdur í fjögurra ára bann.
Mynd: Getty Images
Pogba ætlar að áfrýja.
Pogba ætlar að áfrýja.
Mynd: EPA
Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba var í dag dæmdur í fjögurra ára bann frá fótboltaiðkunn eftir að hann féll á lyfjaprófi. Pogba hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að áfrýja banninu Íþróttadómstólsins í Sviss.

Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik Juventus á tímabilinu en hann mældist með of hátt magn af testósteróni í líkamanum.

„Ég tel þennan dóm vera rangan," segir Pogba í yfirlýsingu sinni. „Ég er sorgmæddur, hissa og hjarta mitt er brotið. Allt sem ég hef byggt upp á ferli mínum er tekið frá mér."

„Ég mun segja sögu mína síðar þegar ég get það en ég hef aldrei tekið nein ólögleg lyf viljandi. Sem atvinnumaður í fótbolta þá myndi ég aldrei reyna að bæta frammistöðu mína með ólöglegum lyfjum. Ég hef aldrei svindlað eða vanvirt aðra íþróttamenn og stuðningsmenn þeirra félaga sem ég hef spilað fyrir og á móti."

Pogba endar yfirlýsinguna á því að segja að hann ætli sér að áfrýja dómnum.

Ef áfrýjun gengur ekki upp þá mun Pogba ekki geta snúið til baka í fótbolta fyrr en 2027/28 tímabilið. Þá verður hann orðinn 34 ára gamall.

Juventus, félagslið Pogba, hefur ekki tjáð sig um bannið enn sem komið er.
Athugasemdir
banner
banner
banner