29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 29. maí 2023 22:40
Anton Freyr Jónsson
Tryggvi Hrafn: Úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður frábærlega. Skyldusigur. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu og við urðum að vinna og við gerðum það þannig ég er virkilega sáttur." sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals eftir sigurinn á Víking í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Við getum ekki gert neitt annað en að hugsa um okkur og tap í þessum leik þá hefðum við verið alltof mörgum stig frá Víkingum og stimpla okkur út í bili sem er ekki gott í 10.umferð. Þetta opnar deildina líka en við erum mest að hugsa um okkur sjálfa."

Fyrri hálfleikurinn var opin og skemmtilegur en síðari hálfleikurinn var frábær og bauð upp á allt. 

„Skemmtanagildið kannski en við féllum svolítið til baka í þessum leik og vorum að beita meira af skyndisóknum og þeir héldu boltanum mikið meira og byggðu upp fleiri sóknir en mér fannst við gera þetta nokkuð vel og allir voru að sinna sínu hlutverki og við náðum inn þremur mörkum en maður var alltof stressaður í lokin, sérstaklega eftir að þeir minnkuðu muninn í 2-3 en við silgdum þessu sem betur fer heim."

Tryggvi Hrafn Haraldsson var allt í öllu í sóknarleik Vals í kvöld og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja eitt upp á Aron Jóhannssson en Tryggvi hefur verið mikið á bekknum á tímabilinu og fékk byrjunarliðssæti í kvöld og svaraði því kalli mjög vel í kvöld. 

„Já virkilega. Samkeppnin er mikil og ég er búin að vera mikið á bekknum sem maður er ekkert sérstaklega sáttur við og finnst ég vera búin að vera delivera þegar ég kem inná. Það er gott að ná byrjunarliðsleik og skila tveimur mörkum og stóðsendingu."


Athugasemdir