Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 29. maí 2023 22:40
Anton Freyr Jónsson
Tryggvi Hrafn: Úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður frábærlega. Skyldusigur. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu og við urðum að vinna og við gerðum það þannig ég er virkilega sáttur." sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals eftir sigurinn á Víking í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Við getum ekki gert neitt annað en að hugsa um okkur og tap í þessum leik þá hefðum við verið alltof mörgum stig frá Víkingum og stimpla okkur út í bili sem er ekki gott í 10.umferð. Þetta opnar deildina líka en við erum mest að hugsa um okkur sjálfa."

Fyrri hálfleikurinn var opin og skemmtilegur en síðari hálfleikurinn var frábær og bauð upp á allt. 

„Skemmtanagildið kannski en við féllum svolítið til baka í þessum leik og vorum að beita meira af skyndisóknum og þeir héldu boltanum mikið meira og byggðu upp fleiri sóknir en mér fannst við gera þetta nokkuð vel og allir voru að sinna sínu hlutverki og við náðum inn þremur mörkum en maður var alltof stressaður í lokin, sérstaklega eftir að þeir minnkuðu muninn í 2-3 en við silgdum þessu sem betur fer heim."

Tryggvi Hrafn Haraldsson var allt í öllu í sóknarleik Vals í kvöld og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja eitt upp á Aron Jóhannssson en Tryggvi hefur verið mikið á bekknum á tímabilinu og fékk byrjunarliðssæti í kvöld og svaraði því kalli mjög vel í kvöld. 

„Já virkilega. Samkeppnin er mikil og ég er búin að vera mikið á bekknum sem maður er ekkert sérstaklega sáttur við og finnst ég vera búin að vera delivera þegar ég kem inná. Það er gott að ná byrjunarliðsleik og skila tveimur mörkum og stóðsendingu."


Athugasemdir
banner