Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mán 29. maí 2023 22:40
Anton Freyr Jónsson
Tryggvi Hrafn: Úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður frábærlega. Skyldusigur. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu og við urðum að vinna og við gerðum það þannig ég er virkilega sáttur." sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals eftir sigurinn á Víking í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Við getum ekki gert neitt annað en að hugsa um okkur og tap í þessum leik þá hefðum við verið alltof mörgum stig frá Víkingum og stimpla okkur út í bili sem er ekki gott í 10.umferð. Þetta opnar deildina líka en við erum mest að hugsa um okkur sjálfa."

Fyrri hálfleikurinn var opin og skemmtilegur en síðari hálfleikurinn var frábær og bauð upp á allt. 

„Skemmtanagildið kannski en við féllum svolítið til baka í þessum leik og vorum að beita meira af skyndisóknum og þeir héldu boltanum mikið meira og byggðu upp fleiri sóknir en mér fannst við gera þetta nokkuð vel og allir voru að sinna sínu hlutverki og við náðum inn þremur mörkum en maður var alltof stressaður í lokin, sérstaklega eftir að þeir minnkuðu muninn í 2-3 en við silgdum þessu sem betur fer heim."

Tryggvi Hrafn Haraldsson var allt í öllu í sóknarleik Vals í kvöld og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja eitt upp á Aron Jóhannssson en Tryggvi hefur verið mikið á bekknum á tímabilinu og fékk byrjunarliðssæti í kvöld og svaraði því kalli mjög vel í kvöld. 

„Já virkilega. Samkeppnin er mikil og ég er búin að vera mikið á bekknum sem maður er ekkert sérstaklega sáttur við og finnst ég vera búin að vera delivera þegar ég kem inná. Það er gott að ná byrjunarliðsleik og skila tveimur mörkum og stóðsendingu."


Athugasemdir
banner