fim 29. júlí 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sevilla vill fá 80 milljón evra pakka fyrir Kounde
Jules Kounde.
Jules Kounde.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að reyna að kaupa franska miðvörðinn Jules Kounde frá spænska úrvalsdeildarfélaginu Sevilla.

Það verða ekki ódýr viðskipti fyrir Lundúnafélagið því Sevilla vill fá 80 milljónir evra fyrir leikmanninn, eftir því sem vefmiðillinn Goal kemst næst.

Chelsea er tilbúið að nota miðvörðinn Kurt Zouma sem hluta af félagaskiptunum en Sevilla vill helst bara fá pening. Sevilla vill að allur pakkinn, ef Zouma er innifalinn, verði að andvirði 80 milljónir evra. Chelsea þarf þá að borga um 45 milljónir evra og Zouma.

Það er engin pressa á Sevilla að selja Kounde sem er samningsbundinn til 2024.

Ef Sevilla ákveður að selja, þá þarf það að vera stór upphæð í ljósi þess að franska félagið Bordeaux mun fá 20 prósent af næstu sölu Kounde. Miðvörðurinn var keyptur til Sevilla fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner