Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. september 2020 10:41
Ívan Guðjón Baldursson
Karius kominn til Union Berlin (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið Union Berlin er búið að staðfesta komu Loris Karius á eins árs lánssamningi frá Liverpool.

Karius er 27 ára gamall markvörður frá Þýskalandi og á hann ennþá tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool en Englandsmeistararnir hafa engin not fyrir hann.

Karius spilaði 49 leiki á tveimur tímabilum hjá Liverpool og varði meðal annars mark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Þar átti hann arfaslaka frammistöðu í 3-1 tapi gegn Real Madrid og virtist aldrei jafna sig.

Hann var í kjölfarið lánaður til Besiktas þar sem hann spilaði 67 leiki á tveimur árum. Núna fær hann að reyna fyrir sér í þýsku úrvalsdeildinni.

Karius, sem hóf ferilinn hjá Mainz, hefur spilað 8 leiki fyrir yngri landslið Þýskalands en aldrei tekist að taka stökkið upp í A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner