Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   sun 29. september 2024 17:53
Sölvi Haraldsson
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Anton Ari.
Anton Ari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög sáttur. Mér fannst við spila þokkalega í dag og vorum óheppnir að bæta ekki við í seinni til þess að gera þetta aðeins þægilegra. En ég er mjög sáttur að fara héðan með þrjú stig.“ sagði Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í Kaplakrikanum í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Hefði Anton vilja sjá Blikaliðið skora fleiri mörk í dag?

Ég er 100 metra í burtu að meta hvernig vínkil menn eru að skjóta úr þannig stundum finnst mér menn vera í dauðafærum þegar það er ekki þannig endilega. En ég held að það hefði verið sanngjarnt að við hefðum náð að refsa þeim í eitthver skipti hér í lokin.

Antoni fannst allt Blikaliðið eiga frábæran leik í dag.

Ég þurfti ekki að gera mikið í dag. Varnarlínan var frábær og allir. Það komu margir háir og langir boltar sem við vörðumst vel, virkilega góð frammistaða í dag.

Er ekki næsti leikur alltaf mikilvægari með deginum miðað við hvernig deildin er að spilast?

Það má segja það en þetta er alltaf næsti leikur. Þetta er hundleiðinleg klisja en málið er að ástæðan fyrir því að maður er að segja það er því það er staðan. Núna er það bara næsti leikur þar sem allt er undir. Hundleiðinlegt að segja það en það er dagsatt.

Anton er spenntur að mæta í Kópavoginn í næsta leik þar sem Breiðablik á heimaleik gegn Val.

Við erum ekkert farnir að spá svona langt. Það er bara næsti leikur sem er heimaleikur. Við höfum verið frábærir á heimavelli og erum spenntir að spila í Kópavogi.

Nánar er rætt við Anton Ara í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner