Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Gætu rannsakað ummæli Cavani á Instagram - 'Gracias negrito'
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani var hetja Manchester United í dag. Hann kom inn af bekknum gegn Southampton í stöðunni 2-0 og sneri leiknum við með stoðsendingu og tveimur mörkum.

Cavani gerði sigurmarkið á 93. mínútu og urðu lokatölur 2-3 fyrir Man Utd. Úrúgvæjanum var hrósað á Instagram að leikslokum og svaraði hann með þökkum. Hann skrifaði 'Gracias negrito', en orðið negrito er afar umdeilt þegar það kemur að kynþáttafordómamálum.

Luis Suarez notaði orðið negro eða negrito í samskiptum sínum við Patrice Evra 2011 og fékk átta leikja bann fyrir.

Mirror greinir frá því að enska knattspyrnusambandinu hafi borist kvörtun vegna notkunar Cavani á orðinu negrito. Mögulegt er að rannsókn verði hrint af stað og gæti Cavani átt yfir höfði sér sekt, samfélagsmiðlabann eða leikbann.

Orðið negro eða negrito þarf alls ekki að vera niðrandi í notkun í Suður-Ameríku og er notað sem gælunafn af mörgum. Það fer mikið eftir samhenginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner