Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 29. nóvember 2022 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Greip tækifærið í bakverðinum og var orðaður við félög í efri hlutanum - „Athygli er ekki leiðinleg"
Mér fannst þetta frábært
Mér fannst þetta frábært
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann kom virkilega sterkur inn í liðið og ég er mjög þakklátur fyrir að fá hann
Hann kom virkilega sterkur inn í liðið og ég er mjög þakklátur fyrir að fá hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég spilaði miklu meira en síðustu tvö ár, bara dásamlegt
Ég spilaði miklu meira en síðustu tvö ár, bara dásamlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara geggjað, ég kannski spilaði ekki mína stöðu, en mér fannst þetta frábært," sagði Framarinn Már Ægisson sem spilaði í sumar sitt fyrsta tímabil á ferlinum í efstu deild.

Már er 22 ára gamall og hefur leikið með Fram eða venslafélaginu Úlfunum, allan sinn feril.

Már spilaði langoftast í vinstri bakverði á tímabilinu eftir að hafa til þessa ferlinum oftast spilað á kantinum. Hann er réttfættur en leysti stöðuna úti vinstra megin vel.

„Mér fannst ganga mjög vel og ég fékk alveg hrós. Ég fékk svolítið frelsi hjá Fram, fékk að fara mikið upp völlinn og skera inn á völlinn. Ég var í rauninni eins og annar kantmaður. Ég hef verið að spila eiginlega allar stöður hjá Fram. Nonni (Jón Sveinsson) veit alveg hvað ég get," sagði Már sem finnst gaman að spila í vinstri bakverði.

„Það er meiri ábyrgð, þurfti að sinna varnarleiknum og svona. Mér fannst það ganga mjög vel, sérstaklega eftir að Brynjar Gauti (Guðjónsson) kom inn. Þá var mikill talandi og meiri agi í vörninni. Hann hjálpaði mér alveg klárlega, talaði við mig og leiðbeindi mér. Hann kom virkilega sterkur inn í liðið og ég er mjög þakklátur fyrir að fá hann, sagði Már um Brynjar Gauta sem kom frá Stjörnunni í félagsskiptaglugganum í sumar.

„Það var kannski ekkert sem kom mér á óvart beint. Ég var mjög sáttur með sjálfan mig, hefði verið til í að leggja meira upp eða skora meira. En allt í allt er ég mjög sáttur."

Fastamaður í liðinu annað en síðustu ár á undan
Már spilaði rúmlega tvöfalt fleiri mínútur á liðinni leiktíð en tímabilið á undan þegar Fram rúllaði upp Lengjudeildinni. Hann skoraði tvö mörk á tímabilinu og var samkvæmt Transfermarkt með eina stoðsendingu. Már missti út fjóra leiki á tímabilinu en var þess fyrir utan alltaf í byrjunarliði Fram.

„Ég spilaði miklu meira en síðustu tvö ár, bara dásamlegt. Nonni var alltaf að prófa mig í hægri bakverði af því hann hélt ég væri hægri bakvörður, ég var ekki alveg að passa inn á kantinum. Í fyrsta leik á móti KR meiðist vinstri bakvörðurinn okkar (Jesús Yendis) og þá setti Nonni mig þangað. Ég spilaði bara vel og skoraði meira að segja. Eftir það var ég bara þar."

„Ég sé mig alveg spila þessa stöðu, sérstaklega hjá Fram, því maður fær svo mikið frelsi þar. Ég fæ að bruna upp, er mjög sóknarsinnaður bakvörður myndi ég segja."


Fram endaði í 8. sæti deildarinnar eftir að hafa verið spáð falli þegar farið var inn í tímabilið.

„Við vorum alveg frekar sáttir, en hefðum viljað gera betur. Við fengum mikið hrós frá öðrum og menn voru að tala um að við værum skemmtilega spilandi lið. Í heildina er ég mjög sáttur með tímabilið okkar. Við fengum á okkur svolítið mörg mörk og öll frekar klaufaleg. En við vorum að skora mikið, það var aðallega varnarleikurinn (sem hefði getað verið betri)."

Að spila í vinstri bakverði í liði sem skorar mikið af mörkum en fær líka mörg mörk á sig, er það alltaf gaman eða getur það verið pirrandi?

„Þetta getur verið mjög pirrandi. Eins og á móti KA, þá vorum við 2-0 yfir eftir 90 mínútur, svo skora þeir tvö. Það var ekki skemmtilegt. Maður fer stundum að kenna öðrum um en það er bara liðið (sem þarf að gera betur). Maður getur líka kennt sjálfum sér um en svona er þetta stundum."

Már var orðaður við bæði KR og Stjörnuna í slúðurpakkanum á næsta tímabilinu. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fjallað um mikinn áhuga Stjörnunnar á Má. Verður hann hjá Fram á næsta tímabili?

„Já, það held ég. Ég frétti bara af áhuga annarra liða hjá ykkur. Það er klárlega gaman (að heyra af mögulegum áhuga annarra liða). Athygli er ekki leiðinleg," sagði Már og glotti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner