Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   þri 29. nóvember 2022 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Greip tækifærið í bakverðinum og var orðaður við félög í efri hlutanum - „Athygli er ekki leiðinleg"
Mér fannst þetta frábært
Mér fannst þetta frábært
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann kom virkilega sterkur inn í liðið og ég er mjög þakklátur fyrir að fá hann
Hann kom virkilega sterkur inn í liðið og ég er mjög þakklátur fyrir að fá hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég spilaði miklu meira en síðustu tvö ár, bara dásamlegt
Ég spilaði miklu meira en síðustu tvö ár, bara dásamlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara geggjað, ég kannski spilaði ekki mína stöðu, en mér fannst þetta frábært," sagði Framarinn Már Ægisson sem spilaði í sumar sitt fyrsta tímabil á ferlinum í efstu deild.

Már er 22 ára gamall og hefur leikið með Fram eða venslafélaginu Úlfunum, allan sinn feril.

Már spilaði langoftast í vinstri bakverði á tímabilinu eftir að hafa til þessa ferlinum oftast spilað á kantinum. Hann er réttfættur en leysti stöðuna úti vinstra megin vel.

„Mér fannst ganga mjög vel og ég fékk alveg hrós. Ég fékk svolítið frelsi hjá Fram, fékk að fara mikið upp völlinn og skera inn á völlinn. Ég var í rauninni eins og annar kantmaður. Ég hef verið að spila eiginlega allar stöður hjá Fram. Nonni (Jón Sveinsson) veit alveg hvað ég get," sagði Már sem finnst gaman að spila í vinstri bakverði.

„Það er meiri ábyrgð, þurfti að sinna varnarleiknum og svona. Mér fannst það ganga mjög vel, sérstaklega eftir að Brynjar Gauti (Guðjónsson) kom inn. Þá var mikill talandi og meiri agi í vörninni. Hann hjálpaði mér alveg klárlega, talaði við mig og leiðbeindi mér. Hann kom virkilega sterkur inn í liðið og ég er mjög þakklátur fyrir að fá hann, sagði Már um Brynjar Gauta sem kom frá Stjörnunni í félagsskiptaglugganum í sumar.

„Það var kannski ekkert sem kom mér á óvart beint. Ég var mjög sáttur með sjálfan mig, hefði verið til í að leggja meira upp eða skora meira. En allt í allt er ég mjög sáttur."

Fastamaður í liðinu annað en síðustu ár á undan
Már spilaði rúmlega tvöfalt fleiri mínútur á liðinni leiktíð en tímabilið á undan þegar Fram rúllaði upp Lengjudeildinni. Hann skoraði tvö mörk á tímabilinu og var samkvæmt Transfermarkt með eina stoðsendingu. Már missti út fjóra leiki á tímabilinu en var þess fyrir utan alltaf í byrjunarliði Fram.

„Ég spilaði miklu meira en síðustu tvö ár, bara dásamlegt. Nonni var alltaf að prófa mig í hægri bakverði af því hann hélt ég væri hægri bakvörður, ég var ekki alveg að passa inn á kantinum. Í fyrsta leik á móti KR meiðist vinstri bakvörðurinn okkar (Jesús Yendis) og þá setti Nonni mig þangað. Ég spilaði bara vel og skoraði meira að segja. Eftir það var ég bara þar."

„Ég sé mig alveg spila þessa stöðu, sérstaklega hjá Fram, því maður fær svo mikið frelsi þar. Ég fæ að bruna upp, er mjög sóknarsinnaður bakvörður myndi ég segja."


Fram endaði í 8. sæti deildarinnar eftir að hafa verið spáð falli þegar farið var inn í tímabilið.

„Við vorum alveg frekar sáttir, en hefðum viljað gera betur. Við fengum mikið hrós frá öðrum og menn voru að tala um að við værum skemmtilega spilandi lið. Í heildina er ég mjög sáttur með tímabilið okkar. Við fengum á okkur svolítið mörg mörk og öll frekar klaufaleg. En við vorum að skora mikið, það var aðallega varnarleikurinn (sem hefði getað verið betri)."

Að spila í vinstri bakverði í liði sem skorar mikið af mörkum en fær líka mörg mörk á sig, er það alltaf gaman eða getur það verið pirrandi?

„Þetta getur verið mjög pirrandi. Eins og á móti KA, þá vorum við 2-0 yfir eftir 90 mínútur, svo skora þeir tvö. Það var ekki skemmtilegt. Maður fer stundum að kenna öðrum um en það er bara liðið (sem þarf að gera betur). Maður getur líka kennt sjálfum sér um en svona er þetta stundum."

Már var orðaður við bæði KR og Stjörnuna í slúðurpakkanum á næsta tímabilinu. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fjallað um mikinn áhuga Stjörnunnar á Má. Verður hann hjá Fram á næsta tímabili?

„Já, það held ég. Ég frétti bara af áhuga annarra liða hjá ykkur. Það er klárlega gaman (að heyra af mögulegum áhuga annarra liða). Athygli er ekki leiðinleg," sagði Már og glotti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner