Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
banner
   mið 29. nóvember 2023 13:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í morgun.
Frá æfingunni í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég held að þetta verði hörkuleikur, bæði lið þurfa á stigum að halda og ég held að þetta verði alvöru leikur og mikil barátta. Við þurfum að sýna alvöru baráttu og vinna öll einvígi," sagði Selma Sól Magnúsdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur við Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið en stig dugir Íslandi til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild.

Ísland vann fyrri leikinn 1-0 heima en fékk samt gagnrýni fyrir spilamennskuna. Liðið þótti svo mun betra í tapleikjum heima gegn Dönum og Þýskalandi í október. En hvað breyttist þarna á milli?

„Það er góð pæling, það er hægt að skoða marga hluti. Við skiptum um leikkerfi og finnst við vera að ná meiri spilköflum í hinu leikkerfinu. Við vorum smá ryðgaðar og ekki búnar að spila margar saman í mörgum landsleikjum. Núna eru að tikka inn fleiri leikir með sama hópinn og ég held að það spili stórt hlutverk. Við tókum gott skref í síðasta glugga og þurfum að taka það með okkur í þennan glugga og nýta okkur það."

Verður þá ekki hægt að vinna þetta welska lið, þið viljið klára að tryggja ykkur í umspilið hér en að þurfa að gera það í lokaleik í Danmörku?

„Auðvitað förum við 100% í alla leiki til að vinna þá og taka þrjú stig. Ég held það sé klárlega möguleiki á því hér."

Það er svolítið kalt í Wales og verða -2 til -4 yfir leiknum. Þetta verða krefjandi aðstæður?

„Já er það, ég er mjög lítil veðurkona. Það truflar mig ekki neitt, það er búið að vera -12 heima hjá mér í Þrándheimi svo ég er vön kuldanum. Þetta er bara fínt."

Í þessari endurreisn á liðinu eftir að margar hættu eða urðu óléttar varð ljóst að Þorsteinn Halldórsson þjálfari er með þig í huga í byrjunarliði. Ertu ekki ánægð með þitt hlutverk?

„Jú, það er auðvitað gaman að fá stærra hlutverk og spila stóran hlut í því. Ég reyni að setja mitt mark á liðið og koma með eitthvað í liðið."
Athugasemdir
banner
banner