Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mið 29. nóvember 2023 13:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Selma Sól á æfingu Íslands í Cardiff í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í morgun.
Frá æfingunni í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég held að þetta verði hörkuleikur, bæði lið þurfa á stigum að halda og ég held að þetta verði alvöru leikur og mikil barátta. Við þurfum að sýna alvöru baráttu og vinna öll einvígi," sagði Selma Sól Magnúsdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur við Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið en stig dugir Íslandi til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild.

Ísland vann fyrri leikinn 1-0 heima en fékk samt gagnrýni fyrir spilamennskuna. Liðið þótti svo mun betra í tapleikjum heima gegn Dönum og Þýskalandi í október. En hvað breyttist þarna á milli?

„Það er góð pæling, það er hægt að skoða marga hluti. Við skiptum um leikkerfi og finnst við vera að ná meiri spilköflum í hinu leikkerfinu. Við vorum smá ryðgaðar og ekki búnar að spila margar saman í mörgum landsleikjum. Núna eru að tikka inn fleiri leikir með sama hópinn og ég held að það spili stórt hlutverk. Við tókum gott skref í síðasta glugga og þurfum að taka það með okkur í þennan glugga og nýta okkur það."

Verður þá ekki hægt að vinna þetta welska lið, þið viljið klára að tryggja ykkur í umspilið hér en að þurfa að gera það í lokaleik í Danmörku?

„Auðvitað förum við 100% í alla leiki til að vinna þá og taka þrjú stig. Ég held það sé klárlega möguleiki á því hér."

Það er svolítið kalt í Wales og verða -2 til -4 yfir leiknum. Þetta verða krefjandi aðstæður?

„Já er það, ég er mjög lítil veðurkona. Það truflar mig ekki neitt, það er búið að vera -12 heima hjá mér í Þrándheimi svo ég er vön kuldanum. Þetta er bara fínt."

Í þessari endurreisn á liðinu eftir að margar hættu eða urðu óléttar varð ljóst að Þorsteinn Halldórsson þjálfari er með þig í huga í byrjunarliði. Ertu ekki ánægð með þitt hlutverk?

„Jú, það er auðvitað gaman að fá stærra hlutverk og spila stóran hlut í því. Ég reyni að setja mitt mark á liðið og koma með eitthvað í liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner