Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 30. maí 2014 14:50
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Væri fullkomið að kveðja Óla með sigri
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er frábært að fá heimaleik og þetta verður ugglaust hörkuleikur," sagði Guðmundur Benediktsson eftir að ljóst var að Breiðablik mætir Þór í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Ólafur Kristjánsson stýrir Breiðabliki í síðasta skipti á mánudagskvöld þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn. Eftir það tekur Guðmundur við liðinu en Blikar vilja kveðja Ólaf með sigri.

,,Við stefnum allir á að það verði sigur á mánudaginn. Það væri hin fullkomna kveðjugjöf að kveðja Óla með sigri. Hann á ekkert minna skilið hjá Breiðablik þar sem hann hefur skilað frábærri vinnu undanfarin ár."

Breiðablik er ennþá án sigurs í Pepsi-deildinni á meðan Stjörnumenn eru taplausir í 2. sætinu.

,,Stjarnan er með hörkulið og hefur byrjað mjög vel. Eins og í öllum leikjum þá verðum við að vera upp á okkar besta. Við höfum ekki verið það í nægilega mörgum leikjum. Við þurfum að breyta því og þá fara að koma inn stig til Breiðabliks."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner