Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 30. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Frábært að KR hafi samþykkt þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur KR og Víkings í Bestu deild karla fer fram annað kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram á laugardegi en var flýtt um einn dag. Víkingur á fyrir höndum útileik gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildarinnar í næstu viku.

„Þetta er útileikur gegn Malmö, ferðalag á sunnudeginum og frábært að KR hafi samþykkt þetta. Ég held það henti okkur betur en að spila á laugardaginn. Svo er líka leikurinn á föstudagskvöldi, það er líka mjög gaman," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Víkingur lék á móti Selfossi á þriðjudagskvöld í Mjólkurbikarnum og svo er leikur strax annað kvöld. Næst nægileg hvíld?

„Ef leikurinn á þriðjudag hefði farið í framlengingu þá hefði ég kannski áhyggjur. Leikurinn var eins góður fyrir okkur og hægt var, við náðum að rótera liðinu og handritið gekk eiginlega allt upp eins og í sögu."

„KR í Vesturbænum, ég ætla nú ekki að segja að það séu illindi en það er saga þarna. Þú hlýtur að ná að peppa þig aðeins upp fyrir það og ná að yfirstíga þreytu."


Síðustu tveir leikir Víkings gegn KR í Vesturbænum hafa verið eftirminnilegir. Dramatíkin var rosaleg í fyrra þegar Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu í uppbótartíma í næstsíðustu umferðinni. Í leiknum árið 2020 fengu þrír Víkingar rautt spjald.

„Þeir höfðu svolítið tak á okkur fyrstu tvö árin sem ég var þjálfari Víkings en núna hefur pendúllinn aðeins snúist við. Ég held að strákarnir viti alveg hvað þarf að gera til að ná góðum úrslitum. Við þurfum að mæta þeim líkamlega, þeir eru 'physical' lið - sérstaklega á móti okkur, láta okkur vel finna fyrir hlutanum - þannig við þurfum að taka vel á móti þeim. Þetta verður slagur. KR er í smá lægð en hefur þó verið að sýna góða spilkafla inn á milli. Þeir hafa verið að lenda í meiðslaveseni og þeir kannski líta á þetta sem sinn síðasta séns til þess að halda í við toppliðin. Við gerum það eiginlega líka þannig þetta verður held ég alveg þrusuleikur," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar er talsvert lengra en þar er hann sérstaklega spurður út í Kristal Mána Ingason, Hannes Þór Halldórsson og Axel Frey Harðarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner