Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 30. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Frábært að KR hafi samþykkt þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur KR og Víkings í Bestu deild karla fer fram annað kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram á laugardegi en var flýtt um einn dag. Víkingur á fyrir höndum útileik gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildarinnar í næstu viku.

„Þetta er útileikur gegn Malmö, ferðalag á sunnudeginum og frábært að KR hafi samþykkt þetta. Ég held það henti okkur betur en að spila á laugardaginn. Svo er líka leikurinn á föstudagskvöldi, það er líka mjög gaman," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Víkingur lék á móti Selfossi á þriðjudagskvöld í Mjólkurbikarnum og svo er leikur strax annað kvöld. Næst nægileg hvíld?

„Ef leikurinn á þriðjudag hefði farið í framlengingu þá hefði ég kannski áhyggjur. Leikurinn var eins góður fyrir okkur og hægt var, við náðum að rótera liðinu og handritið gekk eiginlega allt upp eins og í sögu."

„KR í Vesturbænum, ég ætla nú ekki að segja að það séu illindi en það er saga þarna. Þú hlýtur að ná að peppa þig aðeins upp fyrir það og ná að yfirstíga þreytu."


Síðustu tveir leikir Víkings gegn KR í Vesturbænum hafa verið eftirminnilegir. Dramatíkin var rosaleg í fyrra þegar Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu í uppbótartíma í næstsíðustu umferðinni. Í leiknum árið 2020 fengu þrír Víkingar rautt spjald.

„Þeir höfðu svolítið tak á okkur fyrstu tvö árin sem ég var þjálfari Víkings en núna hefur pendúllinn aðeins snúist við. Ég held að strákarnir viti alveg hvað þarf að gera til að ná góðum úrslitum. Við þurfum að mæta þeim líkamlega, þeir eru 'physical' lið - sérstaklega á móti okkur, láta okkur vel finna fyrir hlutanum - þannig við þurfum að taka vel á móti þeim. Þetta verður slagur. KR er í smá lægð en hefur þó verið að sýna góða spilkafla inn á milli. Þeir hafa verið að lenda í meiðslaveseni og þeir kannski líta á þetta sem sinn síðasta séns til þess að halda í við toppliðin. Við gerum það eiginlega líka þannig þetta verður held ég alveg þrusuleikur," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar er talsvert lengra en þar er hann sérstaklega spurður út í Kristal Mána Ingason, Hannes Þór Halldórsson og Axel Frey Harðarson.
Athugasemdir
banner