Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   fim 30. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Frábært að KR hafi samþykkt þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur KR og Víkings í Bestu deild karla fer fram annað kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram á laugardegi en var flýtt um einn dag. Víkingur á fyrir höndum útileik gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildarinnar í næstu viku.

„Þetta er útileikur gegn Malmö, ferðalag á sunnudeginum og frábært að KR hafi samþykkt þetta. Ég held það henti okkur betur en að spila á laugardaginn. Svo er líka leikurinn á föstudagskvöldi, það er líka mjög gaman," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Víkingur lék á móti Selfossi á þriðjudagskvöld í Mjólkurbikarnum og svo er leikur strax annað kvöld. Næst nægileg hvíld?

„Ef leikurinn á þriðjudag hefði farið í framlengingu þá hefði ég kannski áhyggjur. Leikurinn var eins góður fyrir okkur og hægt var, við náðum að rótera liðinu og handritið gekk eiginlega allt upp eins og í sögu."

„KR í Vesturbænum, ég ætla nú ekki að segja að það séu illindi en það er saga þarna. Þú hlýtur að ná að peppa þig aðeins upp fyrir það og ná að yfirstíga þreytu."


Síðustu tveir leikir Víkings gegn KR í Vesturbænum hafa verið eftirminnilegir. Dramatíkin var rosaleg í fyrra þegar Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu í uppbótartíma í næstsíðustu umferðinni. Í leiknum árið 2020 fengu þrír Víkingar rautt spjald.

„Þeir höfðu svolítið tak á okkur fyrstu tvö árin sem ég var þjálfari Víkings en núna hefur pendúllinn aðeins snúist við. Ég held að strákarnir viti alveg hvað þarf að gera til að ná góðum úrslitum. Við þurfum að mæta þeim líkamlega, þeir eru 'physical' lið - sérstaklega á móti okkur, láta okkur vel finna fyrir hlutanum - þannig við þurfum að taka vel á móti þeim. Þetta verður slagur. KR er í smá lægð en hefur þó verið að sýna góða spilkafla inn á milli. Þeir hafa verið að lenda í meiðslaveseni og þeir kannski líta á þetta sem sinn síðasta séns til þess að halda í við toppliðin. Við gerum það eiginlega líka þannig þetta verður held ég alveg þrusuleikur," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar er talsvert lengra en þar er hann sérstaklega spurður út í Kristal Mána Ingason, Hannes Þór Halldórsson og Axel Frey Harðarson.
Athugasemdir
banner
banner