Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 30. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Frábært að KR hafi samþykkt þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur KR og Víkings í Bestu deild karla fer fram annað kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram á laugardegi en var flýtt um einn dag. Víkingur á fyrir höndum útileik gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildarinnar í næstu viku.

„Þetta er útileikur gegn Malmö, ferðalag á sunnudeginum og frábært að KR hafi samþykkt þetta. Ég held það henti okkur betur en að spila á laugardaginn. Svo er líka leikurinn á föstudagskvöldi, það er líka mjög gaman," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Víkingur lék á móti Selfossi á þriðjudagskvöld í Mjólkurbikarnum og svo er leikur strax annað kvöld. Næst nægileg hvíld?

„Ef leikurinn á þriðjudag hefði farið í framlengingu þá hefði ég kannski áhyggjur. Leikurinn var eins góður fyrir okkur og hægt var, við náðum að rótera liðinu og handritið gekk eiginlega allt upp eins og í sögu."

„KR í Vesturbænum, ég ætla nú ekki að segja að það séu illindi en það er saga þarna. Þú hlýtur að ná að peppa þig aðeins upp fyrir það og ná að yfirstíga þreytu."


Síðustu tveir leikir Víkings gegn KR í Vesturbænum hafa verið eftirminnilegir. Dramatíkin var rosaleg í fyrra þegar Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu í uppbótartíma í næstsíðustu umferðinni. Í leiknum árið 2020 fengu þrír Víkingar rautt spjald.

„Þeir höfðu svolítið tak á okkur fyrstu tvö árin sem ég var þjálfari Víkings en núna hefur pendúllinn aðeins snúist við. Ég held að strákarnir viti alveg hvað þarf að gera til að ná góðum úrslitum. Við þurfum að mæta þeim líkamlega, þeir eru 'physical' lið - sérstaklega á móti okkur, láta okkur vel finna fyrir hlutanum - þannig við þurfum að taka vel á móti þeim. Þetta verður slagur. KR er í smá lægð en hefur þó verið að sýna góða spilkafla inn á milli. Þeir hafa verið að lenda í meiðslaveseni og þeir kannski líta á þetta sem sinn síðasta séns til þess að halda í við toppliðin. Við gerum það eiginlega líka þannig þetta verður held ég alveg þrusuleikur," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar er talsvert lengra en þar er hann sérstaklega spurður út í Kristal Mána Ingason, Hannes Þór Halldórsson og Axel Frey Harðarson.
Athugasemdir