Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   þri 30. júlí 2019 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu í Inkasso-deildinni, var nokkuð sáttur með stigið sem liðið fékk er það gerði 2-2 jafntefli við Leiknir R. í kvöld.

Grótta lenti tveimur mörkum undir í leiknum en kom til baka í síðari hálfleik og tókst að jafna.

Liðið er í 3. sæti með 27 stig þegar sjö leikir eru eftir af mótinu.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en enn og aftur gröfum við okkur upp úr holu sem við vorum búnir að koma okkur ofan í sem er auðvitað karakter. Við getum ekkert kvartað yfir því að taka eitt stig á þessum útivelli á móti þessu liði," sagði Óskar Hrafn.

Hann segir að Stefán Árni Geirsson sé besti leikmaður sem Grótta hefur mætt í sumar en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

„Leiknismenn eru með frábært lið og með Stefán Árna sem er held ég besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar þannig ég er býsna ánægður með að halda þeim tveimur stigum á eftir okkur þegar við förum inn í kærkomið frí."

„Við settum leikinn sennilega vitlaust upp og náðum ekki takt í fyrri hálfleik og við verðum að viðurkenna það að við verðum að bregðast fyrr við en við eyddum aðeins of miklu púðri í að koma til baka og síðustu mínúturnar aðeins of erfiðar."

„Ég held að fólk verður að passa sig í umræðunni að vissulega erum við búnir að gera mikið af jafnteflum en það verður að skoðast að þessi jafntefli eru á móti Víking Ó. og Þór Akureyri, þetta eru ekki einhver fjósalið úr neðri deildunum þetta eru bestu lið deildarinnar. Það að gera jafntefli við þessi lið mun ekki skilgreina tímabiliið hjá okkur,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner