Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   þri 30. júlí 2019 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu í Inkasso-deildinni, var nokkuð sáttur með stigið sem liðið fékk er það gerði 2-2 jafntefli við Leiknir R. í kvöld.

Grótta lenti tveimur mörkum undir í leiknum en kom til baka í síðari hálfleik og tókst að jafna.

Liðið er í 3. sæti með 27 stig þegar sjö leikir eru eftir af mótinu.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en enn og aftur gröfum við okkur upp úr holu sem við vorum búnir að koma okkur ofan í sem er auðvitað karakter. Við getum ekkert kvartað yfir því að taka eitt stig á þessum útivelli á móti þessu liði," sagði Óskar Hrafn.

Hann segir að Stefán Árni Geirsson sé besti leikmaður sem Grótta hefur mætt í sumar en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

„Leiknismenn eru með frábært lið og með Stefán Árna sem er held ég besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar þannig ég er býsna ánægður með að halda þeim tveimur stigum á eftir okkur þegar við förum inn í kærkomið frí."

„Við settum leikinn sennilega vitlaust upp og náðum ekki takt í fyrri hálfleik og við verðum að viðurkenna það að við verðum að bregðast fyrr við en við eyddum aðeins of miklu púðri í að koma til baka og síðustu mínúturnar aðeins of erfiðar."

„Ég held að fólk verður að passa sig í umræðunni að vissulega erum við búnir að gera mikið af jafnteflum en það verður að skoðast að þessi jafntefli eru á móti Víking Ó. og Þór Akureyri, þetta eru ekki einhver fjósalið úr neðri deildunum þetta eru bestu lið deildarinnar. Það að gera jafntefli við þessi lið mun ekki skilgreina tímabiliið hjá okkur,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner