Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 30. júlí 2019 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu í Inkasso-deildinni, var nokkuð sáttur með stigið sem liðið fékk er það gerði 2-2 jafntefli við Leiknir R. í kvöld.

Grótta lenti tveimur mörkum undir í leiknum en kom til baka í síðari hálfleik og tókst að jafna.

Liðið er í 3. sæti með 27 stig þegar sjö leikir eru eftir af mótinu.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en enn og aftur gröfum við okkur upp úr holu sem við vorum búnir að koma okkur ofan í sem er auðvitað karakter. Við getum ekkert kvartað yfir því að taka eitt stig á þessum útivelli á móti þessu liði," sagði Óskar Hrafn.

Hann segir að Stefán Árni Geirsson sé besti leikmaður sem Grótta hefur mætt í sumar en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

„Leiknismenn eru með frábært lið og með Stefán Árna sem er held ég besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar þannig ég er býsna ánægður með að halda þeim tveimur stigum á eftir okkur þegar við förum inn í kærkomið frí."

„Við settum leikinn sennilega vitlaust upp og náðum ekki takt í fyrri hálfleik og við verðum að viðurkenna það að við verðum að bregðast fyrr við en við eyddum aðeins of miklu púðri í að koma til baka og síðustu mínúturnar aðeins of erfiðar."

„Ég held að fólk verður að passa sig í umræðunni að vissulega erum við búnir að gera mikið af jafnteflum en það verður að skoðast að þessi jafntefli eru á móti Víking Ó. og Þór Akureyri, þetta eru ekki einhver fjósalið úr neðri deildunum þetta eru bestu lið deildarinnar. Það að gera jafntefli við þessi lið mun ekki skilgreina tímabiliið hjá okkur,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner