Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 30. júlí 2019 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu í Inkasso-deildinni, var nokkuð sáttur með stigið sem liðið fékk er það gerði 2-2 jafntefli við Leiknir R. í kvöld.

Grótta lenti tveimur mörkum undir í leiknum en kom til baka í síðari hálfleik og tókst að jafna.

Liðið er í 3. sæti með 27 stig þegar sjö leikir eru eftir af mótinu.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en enn og aftur gröfum við okkur upp úr holu sem við vorum búnir að koma okkur ofan í sem er auðvitað karakter. Við getum ekkert kvartað yfir því að taka eitt stig á þessum útivelli á móti þessu liði," sagði Óskar Hrafn.

Hann segir að Stefán Árni Geirsson sé besti leikmaður sem Grótta hefur mætt í sumar en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

„Leiknismenn eru með frábært lið og með Stefán Árna sem er held ég besti leikmaður sem við höfum mætt í sumar þannig ég er býsna ánægður með að halda þeim tveimur stigum á eftir okkur þegar við förum inn í kærkomið frí."

„Við settum leikinn sennilega vitlaust upp og náðum ekki takt í fyrri hálfleik og við verðum að viðurkenna það að við verðum að bregðast fyrr við en við eyddum aðeins of miklu púðri í að koma til baka og síðustu mínúturnar aðeins of erfiðar."

„Ég held að fólk verður að passa sig í umræðunni að vissulega erum við búnir að gera mikið af jafnteflum en það verður að skoðast að þessi jafntefli eru á móti Víking Ó. og Þór Akureyri, þetta eru ekki einhver fjósalið úr neðri deildunum þetta eru bestu lið deildarinnar. Það að gera jafntefli við þessi lið mun ekki skilgreina tímabiliið hjá okkur,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner