Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 30. ágúst 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís: Verðum að nýta það þegar þær opna sig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir telur að öflugur varnarleikur geti skilað íslenska kvennalandsliðinu langt í eiginlegum úrslitaleik um toppsæti riðilsins í undankeppni fyrir HM 2019.

Ísland mætir einu sterkasta landsliði heims, því þýska, og segir Glódís mikilvægt að liðið nýti tækifærin þegar Þjóðverjarnir opna sig.

„Við þurfum að spila þéttan varnarleik, loka á þeirra styrkleika og nýta okkur síðan að þær opni sig mikið og komi framarlega á völlinn," sagði Glódís.

Ísland vann fyrri leikinn óvænt á útivelli og gætu Þjóðverjarnir hafa vanmetið íslenska landsliðið smávegis fyrir þann leik.

„Kannski komum við þeim á óvart að vissu leyti, en við spiluðum bara frábæran leik og við ætlum að gera það sama á laugardaginn."

Stelpurnar okkar búast ekki við vanmati er liðin mætast um helgina og áttar Glódís sig fullkomlega á hversu öflugir andstæðingar þetta eru.

„Þær eru með frábæra leikmenn sem eru með góða tækni. Þær eru líkamlega sterkar og við þurfum að loka á þessa styrkleika.

„Við þurfum að vera líkamlega sterkari, vera á tánum og spila góðan varnarleik."


Búist er við fullum Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögu kvennalandsliðsins og telur Glódís það vera mjög jákvætt fyrir íslenskar íþróttir almennt.

„Það er frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur hérna og bara gaman fyrir okkur og alla aðra."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner