Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 30. ágúst 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís: Verðum að nýta það þegar þær opna sig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir telur að öflugur varnarleikur geti skilað íslenska kvennalandsliðinu langt í eiginlegum úrslitaleik um toppsæti riðilsins í undankeppni fyrir HM 2019.

Ísland mætir einu sterkasta landsliði heims, því þýska, og segir Glódís mikilvægt að liðið nýti tækifærin þegar Þjóðverjarnir opna sig.

„Við þurfum að spila þéttan varnarleik, loka á þeirra styrkleika og nýta okkur síðan að þær opni sig mikið og komi framarlega á völlinn," sagði Glódís.

Ísland vann fyrri leikinn óvænt á útivelli og gætu Þjóðverjarnir hafa vanmetið íslenska landsliðið smávegis fyrir þann leik.

„Kannski komum við þeim á óvart að vissu leyti, en við spiluðum bara frábæran leik og við ætlum að gera það sama á laugardaginn."

Stelpurnar okkar búast ekki við vanmati er liðin mætast um helgina og áttar Glódís sig fullkomlega á hversu öflugir andstæðingar þetta eru.

„Þær eru með frábæra leikmenn sem eru með góða tækni. Þær eru líkamlega sterkar og við þurfum að loka á þessa styrkleika.

„Við þurfum að vera líkamlega sterkari, vera á tánum og spila góðan varnarleik."


Búist er við fullum Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögu kvennalandsliðsins og telur Glódís það vera mjög jákvætt fyrir íslenskar íþróttir almennt.

„Það er frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur hérna og bara gaman fyrir okkur og alla aðra."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner