Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 30. ágúst 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís: Verðum að nýta það þegar þær opna sig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir telur að öflugur varnarleikur geti skilað íslenska kvennalandsliðinu langt í eiginlegum úrslitaleik um toppsæti riðilsins í undankeppni fyrir HM 2019.

Ísland mætir einu sterkasta landsliði heims, því þýska, og segir Glódís mikilvægt að liðið nýti tækifærin þegar Þjóðverjarnir opna sig.

„Við þurfum að spila þéttan varnarleik, loka á þeirra styrkleika og nýta okkur síðan að þær opni sig mikið og komi framarlega á völlinn," sagði Glódís.

Ísland vann fyrri leikinn óvænt á útivelli og gætu Þjóðverjarnir hafa vanmetið íslenska landsliðið smávegis fyrir þann leik.

„Kannski komum við þeim á óvart að vissu leyti, en við spiluðum bara frábæran leik og við ætlum að gera það sama á laugardaginn."

Stelpurnar okkar búast ekki við vanmati er liðin mætast um helgina og áttar Glódís sig fullkomlega á hversu öflugir andstæðingar þetta eru.

„Þær eru með frábæra leikmenn sem eru með góða tækni. Þær eru líkamlega sterkar og við þurfum að loka á þessa styrkleika.

„Við þurfum að vera líkamlega sterkari, vera á tánum og spila góðan varnarleik."


Búist er við fullum Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögu kvennalandsliðsins og telur Glódís það vera mjög jákvætt fyrir íslenskar íþróttir almennt.

„Það er frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur hérna og bara gaman fyrir okkur og alla aðra."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir