Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 30. september 2020 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Ásgeir: Mun auðveldara en ég hélt
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH og þjálfari ÍH, var augljóslega sáttur eftir stórsigur ÍH í úrslitaleik um sæti í 3. deild.

ÍH skoraði sjö mörk gegn Kormáki/Hvöt eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á útivelli. Í kvöld var leikið í Skessunni.

„Við vorum komnir í 2-0 eftir tíu mínútur, sem var kannski ekki alveg það sem ég var búinn að sjá fyrir mér. Þeir sóttu aðeins á okkur eftir það en sem betur fer skoruðum við þriðja markið til að róa menn aðeins," sagði Brynjar Ásgeir.

„Í seinni hálfleik vorum við bara frábærir og hefðum getað skorað fleiri en þetta var alveg nóg. Ég held ég geti ekki beðið um mikið meira, 8-2 í undanúrslitum og 8-2 í 8-liða úrslitum, svo ég held að þetta hafi verið vel verðskuldað.

„Fyrri leikurinn var bara slagsmál en í dag spiluðum við við toppaðstæður og gæðamunurinn kom í ljós fannst mér."


Brynjar er ánægður með hvernig tímabilið þróaðist og segir að ÍH ætli að byggja á þessum árangri.

„Við lögðum mikið í þetta í sumar. Við vorum komnir í smá krísu þarna um mitt sumar þar sem við vorum sigurlausir fimm leiki í röð og svona. Núna erum við ekki búnir að tapa ellefu leiki í röð svo við toppuðum á réttum tíma.

„Við erum komnir í þriðju deild loksins en við erum ekki komnir þangað til að vera lengi. Við ætlum lengra."

Athugasemdir
banner