Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 30. september 2020 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Ásgeir: Mun auðveldara en ég hélt
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH og þjálfari ÍH, var augljóslega sáttur eftir stórsigur ÍH í úrslitaleik um sæti í 3. deild.

ÍH skoraði sjö mörk gegn Kormáki/Hvöt eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á útivelli. Í kvöld var leikið í Skessunni.

„Við vorum komnir í 2-0 eftir tíu mínútur, sem var kannski ekki alveg það sem ég var búinn að sjá fyrir mér. Þeir sóttu aðeins á okkur eftir það en sem betur fer skoruðum við þriðja markið til að róa menn aðeins," sagði Brynjar Ásgeir.

„Í seinni hálfleik vorum við bara frábærir og hefðum getað skorað fleiri en þetta var alveg nóg. Ég held ég geti ekki beðið um mikið meira, 8-2 í undanúrslitum og 8-2 í 8-liða úrslitum, svo ég held að þetta hafi verið vel verðskuldað.

„Fyrri leikurinn var bara slagsmál en í dag spiluðum við við toppaðstæður og gæðamunurinn kom í ljós fannst mér."


Brynjar er ánægður með hvernig tímabilið þróaðist og segir að ÍH ætli að byggja á þessum árangri.

„Við lögðum mikið í þetta í sumar. Við vorum komnir í smá krísu þarna um mitt sumar þar sem við vorum sigurlausir fimm leiki í röð og svona. Núna erum við ekki búnir að tapa ellefu leiki í röð svo við toppuðum á réttum tíma.

„Við erum komnir í þriðju deild loksins en við erum ekki komnir þangað til að vera lengi. Við ætlum lengra."

Athugasemdir
banner