Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. september 2020 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Við erum með stóran leikmannahóp
Solskjær hefur verið við stjórnvölinn hjá Man Utd í næstum því tvö ár.
Solskjær hefur verið við stjórnvölinn hjá Man Utd í næstum því tvö ár.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var ánægður með Juan Mata eftir sigur Manchester United gegn Brighton í deildabikarnum í kvöld. Hinn 32 ára gamli Mata skoraði og lagði upp í þriggja marka sigri en hann skoraði einnig gegn Luton Town í síðustu umferð.

„Þetta var frábær frammistaða hjá Juan Mata. Hann var maðurinn sem hélt boltanum og róaði liðið niður á mikilvægu stundunum. Hann var yfirvegaður og átti stórleik. Ég verð aldrei hissa þegar hann spilar svona vel," sagði Solskjær að leikslokum.

Paul Pogba fékk að spila síðustu 25 mínúturnar gegn Brighton og skoraði laglegt mark úr aukaspyrnu. Marcus Rashford kom inn á sama tíma, þegar Rauðu djöflarnir voru aðeins einu marki yfir. Þeir verða væntanlega báðir í byrjunarliðinu í næsta leik Man Utd sem er gegn Tottenham næsta sunnudag.

„Við vildum gefa Paul og Marcus smá hreyfingu. Þeir spiluðu vel og komu sér í góðar stöður."

Rauðu djöflarnir hafa verið orðaðir við ýmsa leikmenn í sumar og þá helst Jadon Sancho. Fjölmiðlar á Englandi segja að Dortmund hafi hafnað 100 milljón evru tilboði frá Man Utd í Sancho á dögunum.

„Ég hef engar fréttir að færa, við erum að vinna með það sem við höfum. Við erum með stóran leikmannahóp og gátum gert tíu breytingar á milli leikja. Ég vil ekki tjá mig um leikmenn annarra liða, ég veit að félagið er að gera sitt besta til að gefa mér sem sterkastan leikmannahóp."
Athugasemdir
banner
banner
banner