Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 30. september 2024 22:52
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Við vorum klaufar
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svekktur og þetta er svekkjandi niðurstaða, alltof stórt tap. Stjarnan stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik en við sköpuðum fullt af stöðum en síðan á endanum er það þessi hornspyrna sem að skilur liðin að. Við fáum sjálfir gott færi eftir hornspyrnu. Það var mjög lítið á milli liðanna í hálfleiknum og við töluðum um það að snúa því okkur í vil.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Stjörnunni í Garðarbænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Mér fannst vanta upp á þessi andartök, sekúndubrot, millimetra til að taka frumkvæði í leiknum, mér fannst við ekki ná því og lendum á eftir þeim í skyndisókn þar sem þeir, eða við, skora. Svo erum við að rembast og fáum fín færi til að komast aftur inn í leikinn sem hafðist ekki. Svo gerum við illa í 3. markinu. Of stórt tap en á endanum sanngjarn sigur Stjörnunnar og við óskum þeim til hamingju með það.“ bætt Jón Þór síðan við.

Hvað fór úrskeðis í dag hjá ÍA?

Við vorum kluafar. Við gáfum þeir of auðveld mörk. Mark eftir horn þar sem við gerum illa. 2. markið líka þar sem við gerum illa á miðjunni og endum á eftir þeim allan völlinn. Við vorum ringlaðir og það endar í góðu færi sem þeir skora. Ódýrt, einfalt og þriðja markið líka. Við töpum leiknum á því. Of einföld mörk sem við fáum á okkur og náum ekki að gera betur í þeim stöðum sem við fengum.“

Jón Þór er brattur fyrir komandi leiki og baráttu.

Við erum búnir með tvo erfiða leiki á útivelli, hvorki skorað mark né fengið stig í þeim leikjum. Við þurfum að þjappa okkur saman og bæta í og gera betur. Við höldum áfram fulla ferð og við munum uppskera eftir því.

Væru það vonbrigði ef ÍA myndi ekki ná Evrópu úr því sem komið var?

Við erum nýlliðar í deildinni og erum að bæta besta árangur ÍA í 12 liða deild. En úr þessu, við ætluðum að keyra á þessa úrslitakeppni fulla ferð og við vorum í tækifæri til þess. En við keyrum leikina fulla ferð þangað til það er flautað af og þangað til það er búið. Við getum ekki gert neitt meira en það. Þetta er ekki búið, það eru þrír leikir eftir af mótinu og ég held að við séum að spila fram að jólum þannig við þurfum að keyra þetta fulla fokking ferð.

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner