Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
   mán 30. september 2024 22:52
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Við vorum klaufar
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svekktur og þetta er svekkjandi niðurstaða, alltof stórt tap. Stjarnan stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik en við sköpuðum fullt af stöðum en síðan á endanum er það þessi hornspyrna sem að skilur liðin að. Við fáum sjálfir gott færi eftir hornspyrnu. Það var mjög lítið á milli liðanna í hálfleiknum og við töluðum um það að snúa því okkur í vil.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Stjörnunni í Garðarbænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Mér fannst vanta upp á þessi andartök, sekúndubrot, millimetra til að taka frumkvæði í leiknum, mér fannst við ekki ná því og lendum á eftir þeim í skyndisókn þar sem þeir, eða við, skora. Svo erum við að rembast og fáum fín færi til að komast aftur inn í leikinn sem hafðist ekki. Svo gerum við illa í 3. markinu. Of stórt tap en á endanum sanngjarn sigur Stjörnunnar og við óskum þeim til hamingju með það.“ bætt Jón Þór síðan við.

Hvað fór úrskeðis í dag hjá ÍA?

Við vorum kluafar. Við gáfum þeir of auðveld mörk. Mark eftir horn þar sem við gerum illa. 2. markið líka þar sem við gerum illa á miðjunni og endum á eftir þeim allan völlinn. Við vorum ringlaðir og það endar í góðu færi sem þeir skora. Ódýrt, einfalt og þriðja markið líka. Við töpum leiknum á því. Of einföld mörk sem við fáum á okkur og náum ekki að gera betur í þeim stöðum sem við fengum.“

Jón Þór er brattur fyrir komandi leiki og baráttu.

Við erum búnir með tvo erfiða leiki á útivelli, hvorki skorað mark né fengið stig í þeim leikjum. Við þurfum að þjappa okkur saman og bæta í og gera betur. Við höldum áfram fulla ferð og við munum uppskera eftir því.

Væru það vonbrigði ef ÍA myndi ekki ná Evrópu úr því sem komið var?

Við erum nýlliðar í deildinni og erum að bæta besta árangur ÍA í 12 liða deild. En úr þessu, við ætluðum að keyra á þessa úrslitakeppni fulla ferð og við vorum í tækifæri til þess. En við keyrum leikina fulla ferð þangað til það er flautað af og þangað til það er búið. Við getum ekki gert neitt meira en það. Þetta er ekki búið, það eru þrír leikir eftir af mótinu og ég held að við séum að spila fram að jólum þannig við þurfum að keyra þetta fulla fokking ferð.

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner