Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 30. október 2020 16:25
Magnús Már Einarsson
Neymar frá keppni fram yfir landsleikjahlé
Neymar, leikmaður PSG, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla á læri.

Neymar fór meiddur af velli í 2-0 sigrinum á Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni í vikunni.

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, staðfesti í dag að Neymar verði frá keppni fram yfir landsleikjahléið í nóvember.

Hann missir af leikjunum gegn Nantes og Rennes í frönsku úrvalsdeildinni og leik PSG gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í næstu viku.

Þá er útlit fyrir að hann spili ekki með Brasilíu í landsleikjahléinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner