mið 30. nóvember 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal við fréttamann: Af hverju ferðu þá ekki heim?
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Hollenski landsliðsþjálfarinn Louis van Gaal er ekki sáttur með þann stimpil sem hollenska landsliðið virðist vera búið að fá á sig.

Holland vann A-riðilinn á HM - eins og búist var við - en liðið hefur verið gagnrýnt fyrir það að spila leiðinlegan fótbolta hingað til á mótinu.

Eftir leik var Van Gaal spurður út í fótboltann sem liðið væri að spila, en hollenskur fjölmiðlamaður sagði hann vera leiðinlegan á að horfa.

„Ég held að þú sért með öðruvísi sjónarhorn á hlutina heldur en ég. Ef þér finnst þetta leiðinlegt, af hverju ferðu þá ekki heim?" sagði Van Gaal við fréttamanninn.

„Ég er ekki sammála. Ég held að fólk sé ánægt með að við erum komnir áfram. Ég held að hlutirnir séu ekki eins slæmir og þú segir," bætti reynslumikli þjálfarinn við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner