Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 31. maí 2023 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hafa unnið alla sína leiki í sumar - „Stoltur að starfa þarna"
Kvenaboltinn
John Andrews, þjálfari Víkings.
John Andrews, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Víkings og KR í Mjólkurbikarnum.
Úr leik Víkings og KR í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur er á toppnum í Lengjudeildinni.
Víkingur er á toppnum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Víkings R. hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið alla leiki sína. Liðið byrjaði á því að vinna Lengjubikarinn áður en keppnistímabilið hófst og hefur svo farið afskaplega vel af stað í sumar.

Dregið var í átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins í gær en þar var Víkingur eina liðið úr Lengjudeildinni sem var í pottinum. Þær drógust gegn Selfossi á heimavelli.

„Við vitum hversu góður þjálfari Bjössi er og hversu stórt lið Selfoss er með. Þetta verður mjög erfiður leikur. Við erum bara hæstánægð að fá heimaleik en það er mikilvægt á þessu stigi keppninnar," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Er hann stoltur af því að vera að stýra eina liðinu úr Lengjudeildinni sem eftir er í keppninni?

„Fólk virðist vera orðið leitt á því að heyra hvað ég er stoltur af leikmönnunum. Ég er svo stoltur af þeim. Við erum núna að fara í átta-liða úrslitin í bikarnum og erum að fara að spila á heimavelli. Vonandi getum við fyllt stúkuna og boðið upp á góða skemmtun. Stuðningsmennirnir hafa verið að mæta vel. Það var fallegt augnablik á karlaleiknum í gærkvöldi þar sem hópur stuðningsmanna kom upp að mér og sagðist elska að horfa á stelpurnar okkar spila. Við erum stolt af því."

„Við ætlum að gera okkar besta gegn Selfossi en við eigum þrjá mikilvæga leiki framundan í Lengjudeildinni. Við einbeitum okkur fyrst að þeim og svo verðum við tilbúin á móti Selfossi."

Miklu betra en að tapa öllum leikjum
Víkingur vann 1-4 sigur gegn KR í 16-liða úrslitunum eftir að hafa lent undir í leiknum. John var hæstánægður með þann sigur og viðbrögðin sem liðið sýndi eftir að það lenti undir í leiknum. Líkt og áður segir þá hefur Víkingur unnið alla leiki sína í sumar; liðið er á toppi Lengjudeildarinnar og komið í átta-liða úrslit bikarsins.

„Þetta er miklu betra en að tapa öllum leikjum. En ef ég á að vera hreinskilinn þá getum við enn bætt okkur mikið... við erum ánægð með þróunina hjá félaginu, ekki bara hjá liðinu. Ég er ánægður með það hvernig félagið er að standa sig sem heild og það er mjög gaman að vinna leiki."

Það eru engir erlendir leikmenn í liðinu og er það byggt upp á íslenskum leikmönnum, en margar af þeim eru ungar og efnilegar. „Það er alltaf markmiðið að komast upp. En okkar markmið núna er að vinna Fylki á laugardaginn. Ég veit að það er klisja en þú getur ekki unnið deild í maí eða júní."

Hann segir að umgjörðin í kringum liðið sé lykilþátturinn í góðum árangri, en það hefur verið talað um að umgjörðin hjá Víkingi sé í Bestu deildar klassa. „Hún er ótrúleg. Hópurinn stendur saman," segir John. „Við erum líka með mjög góða leikmenn sem eru að spila einfaldan fótbolta og njóta þess sem þau gera. Ég vona að þetta haldi lengi áfram. Við erum að spila góðan fótbolta. "

„Strákarnir hafa gefið okkur góða gulrót líka. Þeir eru besta lið landsins að mínu mati. Við verðum að elta það, reyna að komast þangað. Það er langt ferli, en það er gaman að elta lið sem er innan þín félags. Víkingur lítur vel út og er á góðum stað. Ég er stoltur að starfa þarna," sagði John.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner