Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 31. maí 2023 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hafa unnið alla sína leiki í sumar - „Stoltur að starfa þarna"
John Andrews, þjálfari Víkings.
John Andrews, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Víkings og KR í Mjólkurbikarnum.
Úr leik Víkings og KR í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur er á toppnum í Lengjudeildinni.
Víkingur er á toppnum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Víkings R. hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið alla leiki sína. Liðið byrjaði á því að vinna Lengjubikarinn áður en keppnistímabilið hófst og hefur svo farið afskaplega vel af stað í sumar.

Dregið var í átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins í gær en þar var Víkingur eina liðið úr Lengjudeildinni sem var í pottinum. Þær drógust gegn Selfossi á heimavelli.

„Við vitum hversu góður þjálfari Bjössi er og hversu stórt lið Selfoss er með. Þetta verður mjög erfiður leikur. Við erum bara hæstánægð að fá heimaleik en það er mikilvægt á þessu stigi keppninnar," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Er hann stoltur af því að vera að stýra eina liðinu úr Lengjudeildinni sem eftir er í keppninni?

„Fólk virðist vera orðið leitt á því að heyra hvað ég er stoltur af leikmönnunum. Ég er svo stoltur af þeim. Við erum núna að fara í átta-liða úrslitin í bikarnum og erum að fara að spila á heimavelli. Vonandi getum við fyllt stúkuna og boðið upp á góða skemmtun. Stuðningsmennirnir hafa verið að mæta vel. Það var fallegt augnablik á karlaleiknum í gærkvöldi þar sem hópur stuðningsmanna kom upp að mér og sagðist elska að horfa á stelpurnar okkar spila. Við erum stolt af því."

„Við ætlum að gera okkar besta gegn Selfossi en við eigum þrjá mikilvæga leiki framundan í Lengjudeildinni. Við einbeitum okkur fyrst að þeim og svo verðum við tilbúin á móti Selfossi."

Miklu betra en að tapa öllum leikjum
Víkingur vann 1-4 sigur gegn KR í 16-liða úrslitunum eftir að hafa lent undir í leiknum. John var hæstánægður með þann sigur og viðbrögðin sem liðið sýndi eftir að það lenti undir í leiknum. Líkt og áður segir þá hefur Víkingur unnið alla leiki sína í sumar; liðið er á toppi Lengjudeildarinnar og komið í átta-liða úrslit bikarsins.

„Þetta er miklu betra en að tapa öllum leikjum. En ef ég á að vera hreinskilinn þá getum við enn bætt okkur mikið... við erum ánægð með þróunina hjá félaginu, ekki bara hjá liðinu. Ég er ánægður með það hvernig félagið er að standa sig sem heild og það er mjög gaman að vinna leiki."

Það eru engir erlendir leikmenn í liðinu og er það byggt upp á íslenskum leikmönnum, en margar af þeim eru ungar og efnilegar. „Það er alltaf markmiðið að komast upp. En okkar markmið núna er að vinna Fylki á laugardaginn. Ég veit að það er klisja en þú getur ekki unnið deild í maí eða júní."

Hann segir að umgjörðin í kringum liðið sé lykilþátturinn í góðum árangri, en það hefur verið talað um að umgjörðin hjá Víkingi sé í Bestu deildar klassa. „Hún er ótrúleg. Hópurinn stendur saman," segir John. „Við erum líka með mjög góða leikmenn sem eru að spila einfaldan fótbolta og njóta þess sem þau gera. Ég vona að þetta haldi lengi áfram. Við erum að spila góðan fótbolta. "

„Strákarnir hafa gefið okkur góða gulrót líka. Þeir eru besta lið landsins að mínu mati. Við verðum að elta það, reyna að komast þangað. Það er langt ferli, en það er gaman að elta lið sem er innan þín félags. Víkingur lítur vel út og er á góðum stað. Ég er stoltur að starfa þarna," sagði John.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner