Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
banner
   mið 31. júlí 2024 21:07
Sævar Þór Sveinsson
„Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum“
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var skiljanlega vonsvikinn að leikslokum eftir að lið hans tapaði 3-2 gegn Víkingi Reykjavík eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Liðin mættust í 15. umferð Bestu deild kvenna núna í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 FH

Já, ég er svo sannarlega vonsvikinn. Þetta er bara óþolandi að tapa fótboltaleikjum.“

Hvernig fannst Guðna frammistaða síns liðs í kvöld?

Kaflaskipt. Fyrri hálfleikurinn nokkuð góður. Fáum á okkur fyrsta markið í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Við gerðum breytingar, taktískar, í hálfleik. Það virkaði ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir mínútu eða minna en það. Þurfum að gera aðra breytingu, skiptingu út af meiðslum. Þá erum við búnir að henda tveimur slottum í meiðslaskiptingar sem var heldur ekki gott.

Ég hugsaði þannig, jú jú, kannski er þá bara jafntefli sanngjarnt en þá fáum við á okkur þriðja markið. Það var alvöru sárt maður, rothögg.

Næsti leikur hjá FH er ekki fyrr en 9. ágúst vegna verslunarmannahelgarinnar. FH hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og var Guðni því spurður hvort það væri fínt fyrir liðið að fá smá pásu núna.

Ég veit það ekki. Þetta er svona beggja blands. Þú vilt líka svara fyrir töp en það er kannski rétt hjá þér. Við erum búin að tapa fjórum leikjum þá er kannski ágætt að hugsa aðeins og anda með nefinu og reyna finna lausnir.

Þrír leikir eru eftir af deildinni áður en henni er síðan skipt upp í efri og neðri hluta.

Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum. Við vorum með ágætis forskot, það forskot er farið. Ef við fáum ekki fleiri stig þá verðum við bara að berjast við það að halda okkur í deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner