Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 31. júlí 2024 21:07
Sævar Þór Sveinsson
„Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum“
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var skiljanlega vonsvikinn að leikslokum eftir að lið hans tapaði 3-2 gegn Víkingi Reykjavík eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Liðin mættust í 15. umferð Bestu deild kvenna núna í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 FH

Já, ég er svo sannarlega vonsvikinn. Þetta er bara óþolandi að tapa fótboltaleikjum.“

Hvernig fannst Guðna frammistaða síns liðs í kvöld?

Kaflaskipt. Fyrri hálfleikurinn nokkuð góður. Fáum á okkur fyrsta markið í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Við gerðum breytingar, taktískar, í hálfleik. Það virkaði ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir mínútu eða minna en það. Þurfum að gera aðra breytingu, skiptingu út af meiðslum. Þá erum við búnir að henda tveimur slottum í meiðslaskiptingar sem var heldur ekki gott.

Ég hugsaði þannig, jú jú, kannski er þá bara jafntefli sanngjarnt en þá fáum við á okkur þriðja markið. Það var alvöru sárt maður, rothögg.

Næsti leikur hjá FH er ekki fyrr en 9. ágúst vegna verslunarmannahelgarinnar. FH hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og var Guðni því spurður hvort það væri fínt fyrir liðið að fá smá pásu núna.

Ég veit það ekki. Þetta er svona beggja blands. Þú vilt líka svara fyrir töp en það er kannski rétt hjá þér. Við erum búin að tapa fjórum leikjum þá er kannski ágætt að hugsa aðeins og anda með nefinu og reyna finna lausnir.

Þrír leikir eru eftir af deildinni áður en henni er síðan skipt upp í efri og neðri hluta.

Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum. Við vorum með ágætis forskot, það forskot er farið. Ef við fáum ekki fleiri stig þá verðum við bara að berjast við það að halda okkur í deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner