Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 31. júlí 2024 21:07
Sævar Þór Sveinsson
„Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum“
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var skiljanlega vonsvikinn að leikslokum eftir að lið hans tapaði 3-2 gegn Víkingi Reykjavík eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Liðin mættust í 15. umferð Bestu deild kvenna núna í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 FH

Já, ég er svo sannarlega vonsvikinn. Þetta er bara óþolandi að tapa fótboltaleikjum.“

Hvernig fannst Guðna frammistaða síns liðs í kvöld?

Kaflaskipt. Fyrri hálfleikurinn nokkuð góður. Fáum á okkur fyrsta markið í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Við gerðum breytingar, taktískar, í hálfleik. Það virkaði ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir mínútu eða minna en það. Þurfum að gera aðra breytingu, skiptingu út af meiðslum. Þá erum við búnir að henda tveimur slottum í meiðslaskiptingar sem var heldur ekki gott.

Ég hugsaði þannig, jú jú, kannski er þá bara jafntefli sanngjarnt en þá fáum við á okkur þriðja markið. Það var alvöru sárt maður, rothögg.

Næsti leikur hjá FH er ekki fyrr en 9. ágúst vegna verslunarmannahelgarinnar. FH hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og var Guðni því spurður hvort það væri fínt fyrir liðið að fá smá pásu núna.

Ég veit það ekki. Þetta er svona beggja blands. Þú vilt líka svara fyrir töp en það er kannski rétt hjá þér. Við erum búin að tapa fjórum leikjum þá er kannski ágætt að hugsa aðeins og anda með nefinu og reyna finna lausnir.

Þrír leikir eru eftir af deildinni áður en henni er síðan skipt upp í efri og neðri hluta.

Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum. Við vorum með ágætis forskot, það forskot er farið. Ef við fáum ekki fleiri stig þá verðum við bara að berjast við það að halda okkur í deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner