banner
lau 01.okt 2016 09:33
Elvar Geir Magnússon
Lokaumferđ Pepsi-deildarinnar - Hvađ getur gerst?
watermark Úr leik Fjölnis og Stjörnunnar í 21. umferđinni.
Úr leik Fjölnis og Stjörnunnar í 21. umferđinni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
watermark Kemur Willum KR-ingum í Evrópu.
Kemur Willum KR-ingum í Evrópu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
watermark Fylkismenn eru í mjög erfiđri stöđu.
Fylkismenn eru í mjög erfiđri stöđu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
watermark Fćr Garđar gullskóinn?
Fćr Garđar gullskóinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Lokaumferđ Pepsi-deildar karla verđur í dag laugardag og er mikil spenna í baráttunni um Evrópusćti og í fallbaráttunni. Allir leikirnir verđa flautađir á samtímis klukkan 14 en hér ađ neđan má sjá einfalda útskýringu á ţví hvađ getur gerst.

Stjarnan er í bestu stöđunni í baráttunni um tvö laus Evrópusćti en Breiđablik, KR og Fjölnir eiga einnig möguleika.

Í fallbaráttunni eru Fylkismenn í vondum málum en Víkingur Ólafsvík er einnig í fallhćttu. Mikiđ ţarf ađ ganga á svo Eyjamenn fari niđur.

Breiđablik - Fjölnir

- Breiđablik er svo gott sem öruggt međ Evrópusćti međ sigri. Tölfrćđilega gćti KR međ ótrúlegum stórsigri í sínum leik komiđ í veg fyrir ţađ en ţađ er langsótt.

- Jafntefli gćti dugađ Blikum til ađ ná Evrópusćti en ţeir ţurfa ţá ađ treysta á ađ KR vinni ekki eđa ađ Stjarnan tapi fyrir Víkingi Ólafsvík.

- Tapi Breiđablik á liđiđ engan möguleika á Evrópusćti.

- Til ađ ná Evrópusćti ţarf Fjölnir ađ vinna Breiđablik og treysta á ađ KR eđa Stjarnan nái ekki ađ vinna sína leiki.

- Jafntefli dugar Fjölni ekki til ađ ná Evrópusćti, sama hvernig ađrir leikir fara.

Stjarnan - Víkingur Ó.

- Stjarnan er örugg međ Evrópusćti međ sigri.

- Jafntefli dugar Stjörnunni til ađ ná Evrópusćti ef KR vinnur ekki Fylki eđa ef leikurinn í Kópavogi endar međ jafntefli.

- Tapi Stjarnan á liđiđ samt nánast öruggt Evrópusćti ef KR vinnur ekki. Sćtiđ tapast ef Stjarnan tapar međ fjögurra marka mun og KR gerir jafntefli.

- Víkingur Ólafsvík heldur sćti sínu í deildinni međ sigri.

- Sama hvernig leikurinn fer halda Ólsarar sér ef Fylkir vinnur ekki sinn leik.

- Ef Fylkir vinnur dugar jafntefli Ólsurum ekki til ađ halda sćtinu nema ÍBV tapi risastórt fyrir FH sem er ansi langsótt.

KR - Fylkir

- KR nćr Evrópusćti međ sigri ef Stjarnan eđa Breiđablik vinna ekki.

- KR á ţó tölfrćđilegan möguleika á ađ ná Evrópusćti međ sigri ţó bćđi Stjarnan og Breiđablik vinna en liđiđ ţarf ţá ađ vinna upp markatölu Blika, munurinn er fjögur mörk.

- Jafntefli gćti nćgt KR til ađ ná Evrópusćti ef Stjarnan tapar međ fjögurra marka mun sem er ansi langsótt.

- Tapi KR á liđiđ engan möguleika á Evrópusćti.

- Fylkir verđur ađ vinna leikinn til ađ eiga möguleika á ađ bjarga sćti sínu.

- Fylkir heldur sćtinu međ sigri ef Víkingur Ólafsvík vinnur ekki Stjörnuna.

- Ef Ólsarar vinna Stjörnuna getur Fylkir tölfrćđilega haldiđ sćti sínu međ sigri á ótrúlegan hátt ef ÍBV tapar og Fylkir nćr ađ vinna upp markamuninn á liđunum sem er átta mörk. Ansi fjarlćgur möguleiki.

FH - ÍBV

- FH-ingar eru búnir ađ tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og fá bikarinn eftir leikinn.

- ÍBV er svo gott sem öruggt međ sćti sitt í deildinni ţó tölfrćđilegur möguleiki sé á falli. Önnur úrslit ţurfa ţá ađ falla gegn Eyjamönnum og ţeir ađ tapa niđur markatölu sinni. Ansi langsótt.

Valur -ÍA

- Bćđi liđ keppa upp á heiđurinn, sigla lygnan sjó.

- Ţađ má kalla leikinn: Baráttuna um gullskóinn: Garđar Gunnlaugsson (ÍA) er međ 14 mörk en Kristinn Freyr Sigurđsson (Val) međ 13 mörk.

Ţróttur R.-Víkingur R.

- Ţróttarar eru fallnir og Víkingar sigla lygnan sjó. Leikur sem snýst bara um ađ klára tímabiliđ á jákvćđan hátt.

Útvarpsţátturinn Fótbolti.net verđur framlengdur nćsta laugardag vegna lokaumferđar Pepsi-deildarinnar. Ţátturinn verđur tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verđur međ gangi mála á X-inu ţar til flautađ verđur til leiksloka og úrslit ráđast.

Ţú getur hlustađ á X-iđ á netinu međ ţví ađ smella hérna

Stöđutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches