Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. júlí 2018 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 13. umferðar í Inkasso: Stubbur í markinu
Arnar Már og Arnór Snær eru í liði umferðarinnar.
Arnar Már og Arnór Snær eru í liði umferðarinnar.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Jón Gísli er í liðinu.
Jón Gísli er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
13. umferðin í Inkasso-deild karla lauk á laugardaginn þegar Magni vann mikilvægan 2-1 sigur á Haukum á heimavelli. Bjarni Aðalsteinsson og markvörðurinn, Steinþór Már Auðunsson voru bestu leikmenn Magna í leiknum. Bjarni skoraði sigurmark Magna í leiknum.

Stórleikur umferðarinnar var leikinn á Skaganum þegar ÍA slátraði Þór í toppslag deildarinnar 5-0. Varnarmennirnir, Arnór Snær Guðmundsson og Einar Logi Einarsson eru í liði umferðarinnar ásamt Arnari Má Guðjónssyni sem skoraði stórbrotið mark í leiknum. Arnór Snær skoraði tvö og Einar Logi eitt.


Jón Gísli Ström tryggði ÍR-ingum ótrúlegan 3-2 sigur á Selfyssingum í botnbaráttuslag þar sem Selfoss var 2-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Axel Sigurðarson er einnig í liðinu ásamt Ström-vélinni.

Njarðvíkingar fengu öll stigin þrjú eftir 1-0 sigur á Leikni á heimavelli. Útlendingarnir í liði Njarðvíkur þeir, Pawel Grudzinski og James Dale voru bestu menn vallarins.

Í Laugardalnum gerðu Fram og Þróttur R. 2-2 jafntefli. Alex Freyr Elísson kom Fram yfir í leiknum og átti góðan leik.

Í Ólafsvík gerðu heimamenn markalaust jafntefli gegn toppliði HK. Vignir Snær Stefánsson vinstri bakvörður þeirra Ólsara var besti maður vallarins í leiknum.

Fyrri lið umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner