Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 13. júní 2019 22:54
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Halls: Við erum í fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega mjög svekktur eftir 1-2 tap sinna manna gegn Haukum í Mosfellsbæ.

Þetta var fyrsti deildarsigur Hauka sem fer uppfyrir Aftureldingu og setur Mosfellinga í fallsæti Inkasso deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

„Ég er alltaf súr þegar við töpum en ég er mest súr yfir frammistöðunni, frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var hörmung og ég er verulega svekktur yfir henni.'' Voru fyrstu viðbrögð Arnars eftir leik.

„Úrslitin eru síðan afleiðing frammistöðunnar og við verðum bara að horfast í augu við það að við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn og verðum að bæta okkur.'' Hélt Arnar áfram.

Þetta var kjörið tækifæri til að skilja Haukana eftir í skítamálum og koma Aftureldingu í góð mál en það mistókst, er það áhyggjuefni?

„Við erum í fallbaráttu.''

Róbert er togaður niður innan vítateigs í lok leiks, átti hann að fá vítaspyrnu?

„Ég held að ég sé vondur aðili til að dæma það vegna þess að ég var að fylgjast með boltanum en þegar ég tek stöðuna inná teignum þá er tog í gangi og ég sé ekki hver togar í hvern en Robbi lá eftir, ég veit ekki hvort hann hafi verið búinn að ná sér stöðu fyrir framan manninn og það er það sem að skiptir máli þegar krossinn kemur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar fer Arnar nánar ofan í saumana á leiknum, hvað þeir gerðu rangt, hverju þeir bjuggust við af Haukunum, hvort hópurinn sé nógu sterkur fyrir deildina og hvort Arnór Gauti sé tilbúinn til að spila hafsent á þessu leveli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner