Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 15. ágúst 2019 08:56
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna með tilboð frá Spal og Genoa
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er með tilboð frá Genoa og SPAL í Serie A á Ítalíu en umboðsmaður hans Jim Solbakken hefur staðfest þetta.

Birkir er félagslaus í augnablikinu eftir að hann samdi um starsflok hjá Aston Villa í síðustu viku.

Íslendingavaktin segir frá tilboðum Genoa og SPAL og vitnar í viðtal við Solbakken hjá EuropaCalcio.

Birkir hefur verið orðaður við sitt gamla félag Pescara á Ítalíu en hann er ekki á leið þangað að sögn Solbakken

„Nei, hann fer ekki aftur til Pescara. Eins og staðan er í dag þá eru tvö lið í ítölsku úrvalsdeildinni sem hafa boðið Birki samning og þau eru SPAL og Genoa,“ sagði Solbakken við EuropaCalcio.

Hinn 31 árs gamli Birkir spilaði í ítalska boltanum frá 2012 til 2015 með Pescara og Sampdoria.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner