Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. september 2019 15:20
Elvar Geir Magnússon
Mkhitaryan: Passaði ekki nægilega vel inn í enska boltann
Mkhitaryan á fréttamannafundinum í dag.
Mkhitaryan á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Roma
Henrikh Mkhitaryan, sem gekk í raðir Roma á eins árs lánssamningi frá Arsenal, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

„Ég er ánægður með að vera hérna," sagði þessi þrítugi Armeni.

„Nú byrja ég nýtt ævintýri. Ég veit hvað liðið spilar um og hvaða markmið það hefur. Auðvitað mun ég gera mitt besta til að þau markmið muni nást."

„Vonandi mun ég bæði skora og leggja upp mörk fyrir Roma. Það er það sem gleður mig mest. Roma vill spila sóknarbolta og skemmta áhorfendum."

Mkhitaryan er nýkominn úr landsliðsverkefni með Armeníu.

„Ég hef fengið fjölda skilaboða frá stuðningsmönnum Roma. Þeir voru ánægðir með frammistöðu mína í landsleikjunum og það var ég líka. Ég er ekki hræddur við þær áskoranir sem eru framundan hjá Roma. Ég er farinn frá Englandi og vil ekki ræða England meira, nú er einbeiting mín á Roma og ítalska boltann. Ég passaði ekki nægilega vel inn í enska boltann svo það var kominn tími á að breyta," segir Mkhitaryan.
Athugasemdir
banner
banner
banner