fim 10. október 2019 09:15
Elvar Geir Magnússon
Staða Solskjær örugg - Özil orðaður við Tyrkland
Powerade
Staða Ole Gunnar Solskjær er mikið í umræðunni.
Staða Ole Gunnar Solskjær er mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Fer Özil til Tyrklands?
Fer Özil til Tyrklands?
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mandzukic, Mourinho, Özil, Muller, Rakitic og fleiri hressir kappar koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi um kaup á króatíska sóknarmanninum Mario Mandzukic (33) frá Juventus á næsta ári. (Tuttosport)

Framtíð Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United er örugg, jafnvel þó liðið tapi illa gegn erkifjendunum í Liverpool í næsta leik. (Times)

Lyon hefur mistekist í tilraun sinni til að ráða Jose Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea og Manchester United, sem nýjan stjóra. Portúgalinn vill helst snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. (Mirror)

Fenerbahce hefur hafið viðræður við Arsenal um að fá Mesut Özil (30) lánaðan til Tyrklands í janúar. Özil er ekki ofarlega á blaði Unai Emery. (Takvik)

Özil óttast að hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal. (Mirror)

Shkodran Mustafi (27), varnarmaður Arsenal, segir að gagnrýni á sig hafi farið yfir strikið. Hann er opinn fyrir því að yfirgefa félagið og gæti farið til Þýskalands. (Der Speigel)

Manchester United hefur áhuga á Ruben Dias (26), miðverði Benfica, en portúgalska félagið ætlar að bjóða honum betri samning með 79 milljóna punda riftunarákvæði. (Express)

Real Madrid mun fara í viðræður við Tottenham um möguleg kaup á danska miðjumanninum Christian Eriksen (27) í janúarglugganum. (Marca)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að enski U21-landsliðsmiðjumaðurinn Phil Foden (19) sé sá eini í hópnum sem ekki er möguleiki á að verði seldur. Ekki einu sinni fyrir 500 milljónir evra. (Sun)

Thomas Muller (30) er ósáttur við að fá minna hlutverk hjá Bayern München og gæti reynt að komast burt í janúar. (Kicker)

Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani (32) og brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva (35) gætu yfirgefið Paris St-Germain á frjálsri sölu í lok tímabils. (ESPN)

Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic (31) hjá Barcelona hefur gefið í skyn að hann gæti þurft að skipta um félag til að fá meiri spiltíma. Rakitic var orðaður við Manchester United síðasta sumar. (Mail)

Það verða njósnarar á landsleikjum Englands gegn Búlgaríu og Tékklandi sem eiga að hlusta eftir kynþáttafordómum. (Star)

Mason Mount (20), leikmaður Chelsea, hefur heillað þjálfarateymi Englands og gæti byrjað gegn Búlgaríu. (Telegraph)

Leeds mun reyna að fá Steven Gerrard frá Rangers ef Marcelo Bielsa yfirgefur félagið. (Football Insider)

Manchester United hefur áhuga á mexíkóska miðjumanninum Francisco Sebastian Cordova (22) sem spilar fyrir America í deildinni í Mexíkó. Sevilla og Benfica hafa einnig áhuga. (Mail)

Juventus og Napoli hafa áhuga á norska sóknarmanninum Erling Haaland (19) hjá Red Bull Salzburg, syni Alf-Inge Haaland. (Corriere dello Sport)

Manchester City er með klásúlu um að geta keypt spænska miðjumanninn Manu Garcia (21) til baka frá Sporting Gijon. Virkja þarf klásúluna á næstu tveimur árum. (Manchester Evening News)

Harry Maguire (26) segist telja að kaup Manchester United á sér frá Leicester fyrir 80 milljónir punda hafi verið góð fyrir alla aðila. (Leicester Mercury)

Brighton er í sambandi við ekvadorska liðið Barcelona SC varðandi lán á framherjanum Billy Arce (21) sem hefur verið dæmdur til 30 daga fangelsisvistar fyrir ölvunarakstur. (Argus)
Athugasemdir
banner
banner
banner