Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 16. október 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Berglind Björg: Mikið af fólki að tala um leikinn
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Blikum
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er spennt fyrir leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Breiðablik mætir PSG á Kópavogsvelli klukkan 18:30 en PSG er annað stærsta liðið í Frakklandi.

Berglind er markahæst í Meistaradeildinni til þessa en hún er með 9 mörk ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

„Þetta er ástæðan fyrir að maður er í fótbolta. Maður vill spila eins mikið og maður getur og hvað þá svona stóra leiki. Þetta er geggjað," sagði Berglind við Fótbolta.net.

„Ég er búin að bíða spennt eftir þessum leik og allt liðið. Við verðum tilbúnar.. Við ætlum að gera okkar besta og förum í leikinn til þess að vinna, það er markmiðið."

„Þær eru með frábæra leikmenn en við mætum vel undirbúnar og lokum á hættulegustu póstana hjá þeim. Við tókum fund í gær og annar fundur á eftir, þær eru mjög góðar."


Berglind býst við góðri mætingu á leikinn en mikil umfjöllun hefur verið um þennan stórslag.

„Ég býst fastlega við því og mikið af fólki að tala um leikinn og fjalla um hann þannig ég býst við að stúkan verði full," sagði hún ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir