Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   mán 01. mars 2021 13:00
Enski boltinn
Ancelotti hefur gert Everton ítalskara
Carlo Ancelotti hefur gert flotta hluti síðan hann tók við sem stjóri Everton af Marco Silva í desember árið 2019. Everton var þá í fallbaráttu en nú er liðið komið í baráttu um sæti í Meistaradeildinni.

„Liðið er að verða betra, massívara og ítalskara. Það er ekki geggjað að horfa á þá alltaf en þeir eru compact eins og Rafa Benítez talaði um. Það valtar enginn yfir þá. Hann hefur keypt leikmenn sem hefur vantað inn í þetta," sagði Viðar Guðjónsson, stuðningsmaður Everton, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag.

„Þeir eru þremur stigum á eftir Liverpool og eiga tvo leiki inni. Þeirra stefna hlýtur að vera fyrir ofan Liverpool í ár," sagði Jón Júlíus Karlsson í þættinum í dag.

Viðar segir töp á heimavelli gegn Newcastle og Fulham að undanförnu hafa verið svekkjandi en hann er bjartsýnn á að Everton geti barist um sæti í topp fjórum og reynt að gera atlögu að því að komast í Meistaradeildina.

„Maður verður að vera bjartsýnn. Það er enginn tilgangur að fylgjast með þessu ef maður er ekki bjartsýnn. Mér finnst reyndar ólíklegt að þeir hafi stöðugleikann til að landa þessu en lið tapa formi og ná upp formi og kannski geta þeir náð 'runi' eins og hver annar. Ég skal vera bjartsýnn," sagði Viðar.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Everton, Newcastle og vondir stórleikir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir