Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   fös 01. mars 2024 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah ekki ódýr - De Zerbi kemur sterklega til greina hjá United
Powerade
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: EPA
Barcelona stefnir á það að kaupa Cancelo í sumar.
Barcelona stefnir á það að kaupa Cancelo í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
 Antonio Silva.
Antonio Silva.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðrinu á þessum fína föstudegi. Þetta er það helsta sem er slúðrað um í dag:

Liverpool er tilbúið að hlusta á tilboð í Luis Diaz (27) í sumar ef Mohamed Salah (31) samþykkir að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Sun)

Liverpool mun biðja um meira en 100 milljónir punda fyrir Salah í sumar en það er áhugi á honum frá Sádi-Arabíu. Félagið mun þá hafa meira en nóg fjármagn til að finna leikmann eða leikmenn í hans stað. (Football Insider)

Tottenham heldur áfram að fylgjast með stöðu miðjumannsins Conor Gallagher (24) hjá Chelsea. Lundúnafélagið mun skoða það að selja Gallagher í sumar þó hann sé staðráðinn í að berjast fyrir stöðu sinni hjá félaginu. (Daily Mail)

Arsenal er að hefja viðræður við miðjumanninn Jorginho (32) um nýjan samning. (Evening Standard)

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, segist ekki geta stöðvað Victor Osimhen (25) í því að yfirgefa félagið í sumar en hann segir að leikmaðurinn sé með himinhátt riftunarverð í samningi sínum. (Sky Sports)

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, kemur sterklega til greina sem næsti stjóri Manchester United. (Football Insider)

Getafe er að undirbúa sig fyrir viðræður við Man Utd um framlengingu á dvöl framherjans Mason Greenwood (22) hjá félaginu. Getafe vonast til að kaupa hann eða fá hann aftur á láni. (Times)

Barcelona stefnir á það að halda Portúgölunum Joao Cancelo (29) og Joao Felix (24) hjá félaginu á næsta tímabili. Börsungar eru tilbúnir að borga Man City á milli 15 og 20 milljónir evra fyrir Cancelo og vonast félagið til að fá Felix aftur á láni frá Atletico Madrid. (Sport)

Chelsea gæti reynt að fá enska landsliðsmarkvörðinn Aaron Ramsdale (25) frá Arsenal í sumar. (Football Insider)

Varnarmaðurinn Trevoh Chalobah (24) vill vera áfram hjá Chelsea og er vonsvikinn með að félagið sé að hugsa um að selja sig í sumar. (Teamtalk)

Enski miðvörðurinn Eric Dier (30) hefur uppfyllt þau skilyrði sem voru í lánssamningi hans hjá Bayern og fer alfarið yfir til félagsins í sumar. (Athletic)

Man Utd og Aston Villa hafa sent njósnara yfir til Ítalíu til að fylgjast með Raoul Bellanova (23), hægri bakverði Torino. (Tuttosport)

Roma hefur áhuga á að ráða Richard Hughes, yfirmann fótboltamála hjá Bournemouth, í hlutverk innan félagsins fyrir næsta tímabil. (Telegraph)

Bayern München er tilbúið að borga 100 milljónir evra fyrir Antonio Silva (20), varnarmann Benfica. (Sport)

AC Milan og Juventus hafa áhuga á sóknarmanninum Youssef En-Nesyri (26) en samningur hans við Sevilla rennur út á næsta ári. (Il Corriere dello Sport)

Donyell Malen (25), sóknarmaður Dortmund, segist spenntur fyrir því að snúa aftur til Arsenal þar sem hann á þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði með unglingaliðum Arsenal. (90min)
Athugasemdir
banner
banner
banner