De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fim 01. júní 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Stund milli stríða hjá Guardiola - Fór á Elton John tónleika
Mynd: Skjáskot
Manchester City vonast til að taka þrennuna en liðið á bikarúrslitaleik gegn Manchester United framundan á laugardag og svo verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, gegn Inter, þann 10. júní í Istanbúl.

Það var stund milli stríða hjá Pep Guardiola, stjóra City, í gær og hann skellti sér á tónleika með Elton John á AO Arena í Manchester borg.

Með honum í för var hans elsta dótti, Maria, sem birti á samfélagsmiðlum myndbönd af Elton að taka nokkra slagara eins og 'Sorry Seems to Be the Hardest Word' og 'Saturday Night's Alright for Fighting'. Þá sást í Guardiola skælbrosandi.

Hann gaf leikmönnum sínum tveggja daga frí. „Farið eitthvert með fjölskyldum ykkar, spilið golf ef sólin skín. Leikmenn vita hvað þeir þurfa að gera til að mæta í sínu besta standi í úrslitaleikinn," sagði Guardiola.

Guardiola er mikill aðdáandi Elton John en eitt af hans uppáhalds lögum er 'Your song'. Sjálfur er tónlistarmaðurinn heiðursforseti hjá Watford.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner