Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 01. júní 2025 17:30
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári sendir pillu upp í KSÍ - „Fáránlegt og hvað á þetta að ganga lengi?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega svekktur. Byrjum leikinn ekkert sérstaklega fyrstu 10 mínúturnar, náum að vinna okkur inn í leikinn og erum með algjöra stjórn á leiknum þar að segja eins og við viljum stjóra leikjum án bolta og mér fannst við einhverneigin díla gríðarlega vel við það sem KR hafði upp á að bjóða." sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tapið gegn KR á Avisvellinum í dag í Bestu deild karla


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Vestri

Stóra atvikið í leiknum og það sem allir eru að tala um er að Daði Berg Jónsson skoraði löglegt mark og átti ef allt hefði verið eðlilegt að koma Vestra í tveggja markaforystu en flaggið fór á loft. Sjónvarpsendursýningar sýna að Aron Þóður Albertsson spilaði Daða réttstæðan.

„Það eru einhverjir hérna sem virðast geta átt ömurlegar frammistöður leik eftir leik sem kostar okkur sigurinn hér í dag."

„Þetta er bara fáránlegt. Leik eftir leik eftir leik sama trío, sami dómari og ég bara spyr hvað á þetta að ganga lengi? Fyrir leik er maður með hnút í maganum og fyrir hvern einasta leik sem hann dæmir er maður með hnút í magnum. Ef leikmaður hjá mér spilar ekki vel þá byrjar hann ekki næsta leik og fyrir örfáum dögum er ömurleg frammistaða og það er aftur hér í dag, stórt móment sem í raun og veru sem kemur í veg fyrir að við siglum þessum sigri heim. 

„Þetta er ekki hægt og ég verð bara að setja spurningamerki við þetta en auðvitað þurfum við að klára leikina hérna á fullu orkustigi en við gerum það ekki í dag en auðvitað heggur það líka í orkuna okkar og frammistöðu vilja saxað á mann og ég er bara gríðarlega ósáttur með þetta."

„Þú heyrir það bara á mér að ég er brjálaður og svo má maður aldrei segja neitt og svo verð ég bara að segja það líka að þið fjölmiðlamenn, þið  gagnrínið leikmenn, þið gagnrínið þjálfara fyrir slæmar ákvarðanir og slæmar spilamennskur og annað og þarf ekki aðeins að vekja umtal á þessu? Menn sem eru að vinna í sama sporti og við, í sama umhverfi og við viljum allir bæta okkur en það þarf að gagnrýna, það þarf að vekja athygli á því það sem gerist leik efti leik og ég er bara orðin ofboðslega þreyttur"


Nánar var rætt við Davíð Smára í viðtalinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner