Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 01. júní 2025 17:30
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári sendir pillu upp í KSÍ - „Fáránlegt og hvað á þetta að ganga lengi?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega svekktur. Byrjum leikinn ekkert sérstaklega fyrstu 10 mínúturnar, náum að vinna okkur inn í leikinn og erum með algjöra stjórn á leiknum þar að segja eins og við viljum stjóra leikjum án bolta og mér fannst við einhverneigin díla gríðarlega vel við það sem KR hafði upp á að bjóða." sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tapið gegn KR á Avisvellinum í dag í Bestu deild karla


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Vestri

Stóra atvikið í leiknum og það sem allir eru að tala um er að Daði Berg Jónsson skoraði löglegt mark og átti ef allt hefði verið eðlilegt að koma Vestra í tveggja markaforystu en flaggið fór á loft. Sjónvarpsendursýningar sýna að Aron Þóður Albertsson spilaði Daða réttstæðan.

„Það eru einhverjir hérna sem virðast geta átt ömurlegar frammistöður leik eftir leik sem kostar okkur sigurinn hér í dag."

„Þetta er bara fáránlegt. Leik eftir leik eftir leik sama trío, sami dómari og ég bara spyr hvað á þetta að ganga lengi? Fyrir leik er maður með hnút í maganum og fyrir hvern einasta leik sem hann dæmir er maður með hnút í magnum. Ef leikmaður hjá mér spilar ekki vel þá byrjar hann ekki næsta leik og fyrir örfáum dögum er ömurleg frammistaða og það er aftur hér í dag, stórt móment sem í raun og veru sem kemur í veg fyrir að við siglum þessum sigri heim. 

„Þetta er ekki hægt og ég verð bara að setja spurningamerki við þetta en auðvitað þurfum við að klára leikina hérna á fullu orkustigi en við gerum það ekki í dag en auðvitað heggur það líka í orkuna okkar og frammistöðu vilja saxað á mann og ég er bara gríðarlega ósáttur með þetta."

„Þú heyrir það bara á mér að ég er brjálaður og svo má maður aldrei segja neitt og svo verð ég bara að segja það líka að þið fjölmiðlamenn, þið  gagnrínið leikmenn, þið gagnrínið þjálfara fyrir slæmar ákvarðanir og slæmar spilamennskur og annað og þarf ekki aðeins að vekja umtal á þessu? Menn sem eru að vinna í sama sporti og við, í sama umhverfi og við viljum allir bæta okkur en það þarf að gagnrýna, það þarf að vekja athygli á því það sem gerist leik efti leik og ég er bara orðin ofboðslega þreyttur"


Nánar var rætt við Davíð Smára í viðtalinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner