Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 01. júní 2025 17:30
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári sendir pillu upp í KSÍ - „Fáránlegt og hvað á þetta að ganga lengi?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega svekktur. Byrjum leikinn ekkert sérstaklega fyrstu 10 mínúturnar, náum að vinna okkur inn í leikinn og erum með algjöra stjórn á leiknum þar að segja eins og við viljum stjóra leikjum án bolta og mér fannst við einhverneigin díla gríðarlega vel við það sem KR hafði upp á að bjóða." sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tapið gegn KR á Avisvellinum í dag í Bestu deild karla


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Vestri

Stóra atvikið í leiknum og það sem allir eru að tala um er að Daði Berg Jónsson skoraði löglegt mark og átti ef allt hefði verið eðlilegt að koma Vestra í tveggja markaforystu en flaggið fór á loft. Sjónvarpsendursýningar sýna að Aron Þóður Albertsson spilaði Daða réttstæðan.

„Það eru einhverjir hérna sem virðast geta átt ömurlegar frammistöður leik eftir leik sem kostar okkur sigurinn hér í dag."

„Þetta er bara fáránlegt. Leik eftir leik eftir leik sama trío, sami dómari og ég bara spyr hvað á þetta að ganga lengi? Fyrir leik er maður með hnút í maganum og fyrir hvern einasta leik sem hann dæmir er maður með hnút í magnum. Ef leikmaður hjá mér spilar ekki vel þá byrjar hann ekki næsta leik og fyrir örfáum dögum er ömurleg frammistaða og það er aftur hér í dag, stórt móment sem í raun og veru sem kemur í veg fyrir að við siglum þessum sigri heim. 

„Þetta er ekki hægt og ég verð bara að setja spurningamerki við þetta en auðvitað þurfum við að klára leikina hérna á fullu orkustigi en við gerum það ekki í dag en auðvitað heggur það líka í orkuna okkar og frammistöðu vilja saxað á mann og ég er bara gríðarlega ósáttur með þetta."

„Þú heyrir það bara á mér að ég er brjálaður og svo má maður aldrei segja neitt og svo verð ég bara að segja það líka að þið fjölmiðlamenn, þið  gagnrínið leikmenn, þið gagnrínið þjálfara fyrir slæmar ákvarðanir og slæmar spilamennskur og annað og þarf ekki aðeins að vekja umtal á þessu? Menn sem eru að vinna í sama sporti og við, í sama umhverfi og við viljum allir bæta okkur en það þarf að gagnrýna, það þarf að vekja athygli á því það sem gerist leik efti leik og ég er bara orðin ofboðslega þreyttur"


Nánar var rætt við Davíð Smára í viðtalinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner