Spennan magnast í neðri hluta Bestu-deildarinnar fyrir lokaumferðina. Í dag mættust ÍBV og HK og vann þar ÍBV sterkan 1-0 sigur. Eina mark leiksins skoraði Eiður Aron úr umdeildri vítaspyrnu. Eiður mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 0 - 1 ÍBV
„Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur og við komum flott inn í þetta, ég er mjög sáttur.
Mér fannst fyrri hálfleikurinn þokkalegur, við létum boltann ganga ágætlega í seinni hálfleik voru HK miklu meira með boltann en sköpuðu ekki mikið. Við vorum þéttir varnarlega, fínasta frammistaða."
Eiður skoraði úr víti og bjargaði á línu undir lok leiks eftir aukaspyrnu Anton Søjberg.
„Fínasta mark úr vítinu og ég hef gert þetta í nokkur skipti með þessar aukaspyrnur og ég var heppinn að vera réttur maður á réttum stað."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir