Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
   fös 01. desember 2023 22:41
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Hildur Antonsdóttir í leiknum.
Hildur Antonsdóttir í leiknum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hún kom Íslandi í 1-0 af harðfylgi í 2-1 sigri Íslands á Wales í Þjóðardeild Evrópu í kvöld. Sigur sem tryggði Íslandi sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild og mikilvægið eftir því.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Þetta var mjög góður sigur, alvöru baráttusigur, Við töluðum um það fyrir þetta verkefni að við ætluðum að vera með islensku geðveikina sem mér fannst við nota í þessum leik.“

Hugarfarið var lykilatriði í leik kvöldsins eftir brokkgengt gengi að undanförnu. Leikur liðsins var erfiður framan af en liðinu tókst þrátt fyrir það að landa sigri.

„Við vorum búin að vera að vinna í því síðasta glugga og ætluðum að halda því áfram og taka það upp á næsta stig.-“ Sagði Hildur og bætti við um erfiðleika liðsins í upphafi leiks.

„Við' vorum búin að tala um að vera með hugann á réttum stað en vorum ekki alveg með það, Við vorum stressaðar og þorðum ekki að halda í boltann, Eftir að við skorum fyrsta markið þá kemur það aðeins meira og í seinni hálfleik fannst mér það ganga mun betur.“

Hildur gerði eins og áður segir fyrsta mark leiksins og þar með sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland. Um markið sagði hún.

„Ég sá bara að boltinn var laus í teignum og henti mér á hann og potaði honum inn. Ég ætlaði alltaf að ná honum, þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann.“

Sagði Hildur en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner