Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fös 01. desember 2023 22:41
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Hildur Antonsdóttir í leiknum.
Hildur Antonsdóttir í leiknum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hún kom Íslandi í 1-0 af harðfylgi í 2-1 sigri Íslands á Wales í Þjóðardeild Evrópu í kvöld. Sigur sem tryggði Íslandi sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild og mikilvægið eftir því.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Þetta var mjög góður sigur, alvöru baráttusigur, Við töluðum um það fyrir þetta verkefni að við ætluðum að vera með islensku geðveikina sem mér fannst við nota í þessum leik.“

Hugarfarið var lykilatriði í leik kvöldsins eftir brokkgengt gengi að undanförnu. Leikur liðsins var erfiður framan af en liðinu tókst þrátt fyrir það að landa sigri.

„Við vorum búin að vera að vinna í því síðasta glugga og ætluðum að halda því áfram og taka það upp á næsta stig.-“ Sagði Hildur og bætti við um erfiðleika liðsins í upphafi leiks.

„Við' vorum búin að tala um að vera með hugann á réttum stað en vorum ekki alveg með það, Við vorum stressaðar og þorðum ekki að halda í boltann, Eftir að við skorum fyrsta markið þá kemur það aðeins meira og í seinni hálfleik fannst mér það ganga mun betur.“

Hildur gerði eins og áður segir fyrsta mark leiksins og þar með sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland. Um markið sagði hún.

„Ég sá bara að boltinn var laus í teignum og henti mér á hann og potaði honum inn. Ég ætlaði alltaf að ná honum, þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann.“

Sagði Hildur en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.




Athugasemdir
banner