Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
   fös 01. desember 2023 22:41
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Hildur Antonsdóttir í leiknum.
Hildur Antonsdóttir í leiknum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hún kom Íslandi í 1-0 af harðfylgi í 2-1 sigri Íslands á Wales í Þjóðardeild Evrópu í kvöld. Sigur sem tryggði Íslandi sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild og mikilvægið eftir því.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Þetta var mjög góður sigur, alvöru baráttusigur, Við töluðum um það fyrir þetta verkefni að við ætluðum að vera með islensku geðveikina sem mér fannst við nota í þessum leik.“

Hugarfarið var lykilatriði í leik kvöldsins eftir brokkgengt gengi að undanförnu. Leikur liðsins var erfiður framan af en liðinu tókst þrátt fyrir það að landa sigri.

„Við vorum búin að vera að vinna í því síðasta glugga og ætluðum að halda því áfram og taka það upp á næsta stig.-“ Sagði Hildur og bætti við um erfiðleika liðsins í upphafi leiks.

„Við' vorum búin að tala um að vera með hugann á réttum stað en vorum ekki alveg með það, Við vorum stressaðar og þorðum ekki að halda í boltann, Eftir að við skorum fyrsta markið þá kemur það aðeins meira og í seinni hálfleik fannst mér það ganga mun betur.“

Hildur gerði eins og áður segir fyrsta mark leiksins og þar með sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland. Um markið sagði hún.

„Ég sá bara að boltinn var laus í teignum og henti mér á hann og potaði honum inn. Ég ætlaði alltaf að ná honum, þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann.“

Sagði Hildur en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner