Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fös 01. desember 2023 10:35
Elvar Geir Magnússon
„Man Utd þarf fyrst og fremst almennilegan varnartengilið“
Chris Sutton.
Chris Sutton.
Mynd: Getty Images
Casemiro er á meiðslalistanum.
Casemiro er á meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Andre Onana markvörður Manchester United hefur fengið mikla gagnrýni en sparkspekingurinn Chris Sutton segir að markvarðarstaðan sé alls ekki mesta vandamál liðsins. Til að komast lengra þurfi liðið nauðsynlega að fá almennilegan varnartengilið.

„Arsenal er með Declan Rice, Manchester City er með Rodri, Tottenham er með Yves Bissouma, Chelsea er með Moises Caicedo, Liverpool er með Alexis Mac Allister," skrifar Sutton í pistli í Daily Mail.

„En Manchester United er með varnartengilið sem ég lýsti sem 70 milljóna punda örvæntingarkaupum á síðasta ári. Fyrir það fékk ég gagnrýni. Casemiro stóð sig vel á síðasta tímabili, betur en ég bjóst við. En nú er hann meiddur og þegar hann spilar virðist hann ekki hafa fótleggina til að halda í við kröfurnar á þessu getustigi."

Sutton segir það hafa verið mikil mistök að gera langtímasamning við Casemiro því hann sé ekki lausnin við þeirri slöku varnarvinnu sem sé á miðsvæðinu.

„United þarf almennilegan varnartengilið, einhvern sem getur veitt skjól, sérstaklega þegar liðið er með forystuna. United hefur misst af átta stigum eftir að vera með forystuna í Meistaradeildinni. Það eru fleiri stig en nokkuð annað lið í keppninni," segir Sutton.

Hann segir að hinn átján ára gamli Kobbie Mainoo gæti verið lausnin í framtíðinni en það væri of mikil ábyrgð fyrir hann núna að skila þessu hlutverki í hverri viku.

„Allir eru að ræða vandamál Onana eftir þessa skelfilegu frammistöðu hans í Istanbúl. En staða varnartengiliðs er vandamál sem þarf að leysa fyrr en síðar fyrir United. Mögulega í janúarglugganum ef liðið vill fara fram veginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner