Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
   fim 02. febrúar 2023 21:58
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa verið yfir í hálfleik þá tapaði Víkingur gegn Fram í úrslitum Reykjavíkurmótsins á heimavelli sínum í kvöld. Óhætt er að segja að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafi verið hundóánægður með frammistöðu síns liðs og leitaði ekki í neinar afsakanir.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Fram

„Í svona leikjum við svona aðstæður þá snýst þetta um karakter manna og vilji til að vinna málm. Ekki taka á þessu verkefni eins og við gerðum í seinni hálfleik. Það var bara óásættanlegt. Það er fínt að fá svona 'slap in the face' svona snemma á undirbúningstímabilinu en við höfum tapað þremur leikjum með stuttu millibili. Það hefur ekki gerst hérna í dágóðan tíma. Menn þurfa að girða sig í brók og minna sig á hvað klúbburinn stendur fyrir. Þetta var eiginlega til skammar,“ segir Arnar.

Fann hann fyrir áhugaleysi hjá sínum mönnum?

„Þetta var meiri töffaraskapur. Við vorum töluvert betri í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára þetta þá, en í seinni hálfleik var þetta töffaraskapur. Þetta var alltof 'soft', menn fóru ekki í tæklingar. Okkar maður lét reka sig út af í 2-1, hversu heimskulegt er það? Við þurfum á öllum okkar mönnum að halda. Það vantaði baráttuhug."

„Það er eitthvað slen yfir mönnum, það er einhver værukærð og við þurfum að skoða það að hrista upp í þessu. Ef við förum með svona hugarfar inn í þetta mót. Þá er okkur flengt."

Er Víkingur að leita að styrkingu?

„Við vorum ekki að því fyrir kvöldið, en við svo sannarlega gerum það núna. Það er ekki spurning í mínum huga. Þetta var óásættanlegt. Þetta var það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur. Hinir leikirnir á undirbúningstímabilinu hafa líka verið þannig, við fórum í þennan úrslitaleik á heppni. Þetta hefur verið hræðilegt."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner