Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   fös 02. júní 2023 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Fundur Tuchel og Rice gekk vel - Bayern undirbýr tilboð
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA
Declan Rice, leikmaður West Ham United, fundaði með Thomas Tuchel, þjálfara Bayern München, í síðustu viku og gekk sá fundur vel en þetta segir Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky í Þýskalandi.

Englendingurinn er einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum í sumar en það er alveg ljóst að hann er á förum frá West Ham.

Félagið ætlar ekki að selja hann á tombóluverði en verðmiðinn er í kringum 100 milljónir punda.

Bayern München er eitt þeirra félaga sem hefur hvað mestan áhuga á Rice. Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, hitti Rice í Lundúnum og gekk fundurinn afar vel.

Rice getur vel ímyndað sér að spila fyrir Bayern en félagið er nú að undirbúa tilboð í miðjumanninn.

Arsenal, Chelsea og Manchester United eru einnig áhugasöm um Rice sem spilar sinn síðasta leik fyrir West Ham á miðvikudaginn er liðið mætir Fiorentina í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner