Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   fös 02. júní 2023 23:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svaf ekki eftir klúðrið á mánudaginn en tilfinningin frábær í kvöld
Auðvitað. Það er alltaf leið til baka, leikurinn er 90 mínútur plús og við spilum þar til dómarinn flautar af
Auðvitað. Það er alltaf leið til baka, leikurinn er 90 mínútur plús og við spilum þar til dómarinn flautar af
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skilaboðin frá Óskari voru bara að koma inn með orku
Skilaboðin frá Óskari voru bara að koma inn með orku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var auðvitað mjög góð tilfinning, vorum 0-2 undir í lokin og skorum tvö mörk á síðustu tveimur mínútum. Það er frábær tilfinning. Við fáum stig og þetta getur verið mikilvægt stig í enda tímabilsins," sagði Klæmint Olsen sem skoraði jöfnunarmark Breiðabliks á sjöundu mínútu uppbótartíma gegn Víkingi í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

Markið var virkilega huggulega bakfallsspyrna úr vítateig Víkings sem endaði í netinu. „Öll mörk eru nokkuð fín og þetta var gott mark. Höggi (Höskuldur) vinnur fyrsta boltann og svo var bara að sparka boltanum inn."

„Skilaboðin frá Óskari voru bara að koma inn með orku og berjast til loka og sjá hvað ég gæti gert."


Í stöðunni 0-2, áður en Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn, sá Klæmint leiðina inn í leikinn og möguleika á úrslitum? „Auðvitað. Það er alltaf leið til baka, leikurinn er 90 mínútur plús og við spilum þar til dómarinn flautar af."

Klæmint sagðist ekki hafa séð neitt af atburðunum eftir leik. „Það var hiti í leikmönnum og starfsmönnum, þetta er eins og það er."

Klæmint klúðraði algjöru dauðafæri í síðasta leik sem endaði með markalausu jafntefli gegn Keflavík. Kom hann með öðruvísi hugarfari inn í þennan leik eftir það klúður?

„Nei, ég held ekki. Þetta var ekki í fyrsta skiptið og kannski ekki það síðasta sem ég klikka á stóru færi. Svoleiðis er fótboltinn, allir framherjar kannast við þá tilfinningu. Mér leið hræðilega á mánudagskvöldið og gat ekki sofið. En svo varð í lagi og maður heldur bara áfram."

Var gott að heyra þjálfarann tala um að þú bærir ekki einn ábyrgðina? „Á einhvern hátt. Ég veit að ef ég hefði skorað þá hefðum við unnið leikinn. En ef ég hefði ekki spilað þá hefði færið kannski ekki komið. Þetta er eins og það er, svona er alltaf að gerast," sagði Klæmint.

Klæmint er á láni hjá Breiðabliki frá NSÍ í Færeyjum. Hann er 32 ára framherji sem er markahæstur í sögu færeyska landsliðsins og færeysku deildarinnar.

Sjá einnig:
Klæmint: Væri sennilega ekki á Íslandi ef NSÍ hefði ekki fallið (11. jan)
Óskar um Klæmint: Ekki í eina sekúndu

Þetta var þriðja markið hans, skoraði sigurmarkið gegn Fram og fyrra markið í 1-2 sigri á Fylki. Hans mörk hafa því tryggt Breiðabliki þrjú stig. Hann var spurður út í hvort hann væri með markmið varðandi markaskor og hversu mörg stig hann ætlaði að vinna fyrir liðið.

„Nei, ég er ekki með neitt persónulegt markmið, þetta snýst bara um liðið, þar er einbeitingin hjá mér. Við sjáum til (með stigin), ég geri mitt besta á hverjum degi til að æfa vel og vera klár þegar Óskar og Dóri vilja að ég spila. Ég geri mitt besta," sagði Klæmint. Viðtalið, sem er á ensku, má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner