Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi Jónas: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
Ómar Jó: Finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna
Úlfur svekktur með stundarbrjálæði síns leikmanns - „Elska hann alveg jafn mikið núna og í gær"
Maggi: Síðastur úr bænum slekkur ljósin
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Nacho: Kannski að ég fái að taka þá næstu líka
Davíð Smári hrærður: Trylltasta sem ég hef nokkurn tímann séð
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
   fös 02. júní 2023 23:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svaf ekki eftir klúðrið á mánudaginn en tilfinningin frábær í kvöld
watermark Auðvitað. Það er alltaf leið til baka, leikurinn er 90 mínútur plús og við spilum þar til dómarinn flautar af
Auðvitað. Það er alltaf leið til baka, leikurinn er 90 mínútur plús og við spilum þar til dómarinn flautar af
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Skilaboðin frá Óskari voru bara að koma inn með orku
Skilaboðin frá Óskari voru bara að koma inn með orku
Mynd:
„Þetta var auðvitað mjög góð tilfinning, vorum 0-2 undir í lokin og skorum tvö mörk á síðustu tveimur mínútum. Það er frábær tilfinning. Við fáum stig og þetta getur verið mikilvægt stig í enda tímabilsins," sagði Klæmint Olsen sem skoraði jöfnunarmark Breiðabliks á sjöundu mínútu uppbótartíma gegn Víkingi í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

Markið var virkilega huggulega bakfallsspyrna úr vítateig Víkings sem endaði í netinu. „Öll mörk eru nokkuð fín og þetta var gott mark. Höggi (Höskuldur) vinnur fyrsta boltann og svo var bara að sparka boltanum inn."

„Skilaboðin frá Óskari voru bara að koma inn með orku og berjast til loka og sjá hvað ég gæti gert."


Í stöðunni 0-2, áður en Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn, sá Klæmint leiðina inn í leikinn og möguleika á úrslitum? „Auðvitað. Það er alltaf leið til baka, leikurinn er 90 mínútur plús og við spilum þar til dómarinn flautar af."

Klæmint sagðist ekki hafa séð neitt af atburðunum eftir leik. „Það var hiti í leikmönnum og starfsmönnum, þetta er eins og það er."

Klæmint klúðraði algjöru dauðafæri í síðasta leik sem endaði með markalausu jafntefli gegn Keflavík. Kom hann með öðruvísi hugarfari inn í þennan leik eftir það klúður?

„Nei, ég held ekki. Þetta var ekki í fyrsta skiptið og kannski ekki það síðasta sem ég klikka á stóru færi. Svoleiðis er fótboltinn, allir framherjar kannast við þá tilfinningu. Mér leið hræðilega á mánudagskvöldið og gat ekki sofið. En svo varð í lagi og maður heldur bara áfram."

Var gott að heyra þjálfarann tala um að þú bærir ekki einn ábyrgðina? „Á einhvern hátt. Ég veit að ef ég hefði skorað þá hefðum við unnið leikinn. En ef ég hefði ekki spilað þá hefði færið kannski ekki komið. Þetta er eins og það er, svona er alltaf að gerast," sagði Klæmint.

Klæmint er á láni hjá Breiðabliki frá NSÍ í Færeyjum. Hann er 32 ára framherji sem er markahæstur í sögu færeyska landsliðsins og færeysku deildarinnar.

Sjá einnig:
Klæmint: Væri sennilega ekki á Íslandi ef NSÍ hefði ekki fallið (11. jan)
Óskar um Klæmint: Ekki í eina sekúndu

Þetta var þriðja markið hans, skoraði sigurmarkið gegn Fram og fyrra markið í 1-2 sigri á Fylki. Hans mörk hafa því tryggt Breiðabliki þrjú stig. Hann var spurður út í hvort hann væri með markmið varðandi markaskor og hversu mörg stig hann ætlaði að vinna fyrir liðið.

„Nei, ég er ekki með neitt persónulegt markmið, þetta snýst bara um liðið, þar er einbeitingin hjá mér. Við sjáum til (með stigin), ég geri mitt besta á hverjum degi til að æfa vel og vera klár þegar Óskar og Dóri vilja að ég spila. Ég geri mitt besta," sagði Klæmint. Viðtalið, sem er á ensku, má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner