Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
banner
   mán 29. maí 2023 22:01
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Klæmint Olsen er ekki ábyrgur
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Óskari er Klæmint brenndi af dauðafæri.
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Óskari er Klæmint brenndi af dauðafæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Keflavík eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í kvöld. Fyrsta spurning fréttaritara til Óskars var einföld. Hvað er hann sáttur með úr leik kvöldsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með spilamennskuna á milli teiganna og fannst við spila vel við mjög erfiðar aðstæður. En svo var ógnunin ekki nægjanlega mikil inn í teig andstæðinganna. Og þegar þú ferð hátt með liðið og aðstæður eru svona krefjandi áttu alltaf á hættu að leikmenn líkt og Stefan Ljubicic geti sært þig. Ég er ánægður með frammistöðuna á milli teiga, ég er ánægður með að halda hreinu og ég er ánægður með að vera byrjaður að saxa á Víkinga.“

Fátt verður um annað rætt eftir þennan leik en dauðafærið sem að Klæmint Olsen brenndi af á hreint út sagt ótrúlegan hátt, Óskar tjáði sig um atvikið.

„Klæmint fékk gott færi og brenndi því af. Ég átta mig ekkert á því hvernig hann skoppaði fyrir hann, hversu hratt hann kom eða hvernig þetta var. ´Ég veit bara að Klæmint er maður sem er búinn að skora yfir þrjúhundruð mörk á meistaraflokksferli sínum, er fæddur markaskorari og geri bara ráð fyrir að þetta hafi bara verið erfitt og boltinn ekki legið vel fyrir honum. Við brennum af færum saman, fáum á okkur mörk saman, töpum saman og fögnum sigrum saman. Það er ekki Klæmint Olsen sem er ábyrgur fyrir því að við gerum jafntefli í þessum leik.“

Næst á dagskrá hjá Breiðablik er risaslagur gegn toppliði Víkinga sem tapaði sínum fyrsta leik í kvöld. Óskar snerti aðeins á þeim leik í lok viðtalsins.

„Við eigum leik á föstudaginn gegn Víkingi sem verður hörkuleikur. Leikur sem að skiptir okkur miklu máli. Við söxuðum eitt stig af Víking í þessari umferð og þurfum að komast nær þeim á föstudaginn. “

Sagði Óskar Hrafn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner