Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 29. maí 2023 22:01
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Klæmint Olsen er ekki ábyrgur
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Óskari er Klæmint brenndi af dauðafæri.
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Óskari er Klæmint brenndi af dauðafæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Keflavík eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í kvöld. Fyrsta spurning fréttaritara til Óskars var einföld. Hvað er hann sáttur með úr leik kvöldsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með spilamennskuna á milli teiganna og fannst við spila vel við mjög erfiðar aðstæður. En svo var ógnunin ekki nægjanlega mikil inn í teig andstæðinganna. Og þegar þú ferð hátt með liðið og aðstæður eru svona krefjandi áttu alltaf á hættu að leikmenn líkt og Stefan Ljubicic geti sært þig. Ég er ánægður með frammistöðuna á milli teiga, ég er ánægður með að halda hreinu og ég er ánægður með að vera byrjaður að saxa á Víkinga.“

Fátt verður um annað rætt eftir þennan leik en dauðafærið sem að Klæmint Olsen brenndi af á hreint út sagt ótrúlegan hátt, Óskar tjáði sig um atvikið.

„Klæmint fékk gott færi og brenndi því af. Ég átta mig ekkert á því hvernig hann skoppaði fyrir hann, hversu hratt hann kom eða hvernig þetta var. ´Ég veit bara að Klæmint er maður sem er búinn að skora yfir þrjúhundruð mörk á meistaraflokksferli sínum, er fæddur markaskorari og geri bara ráð fyrir að þetta hafi bara verið erfitt og boltinn ekki legið vel fyrir honum. Við brennum af færum saman, fáum á okkur mörk saman, töpum saman og fögnum sigrum saman. Það er ekki Klæmint Olsen sem er ábyrgur fyrir því að við gerum jafntefli í þessum leik.“

Næst á dagskrá hjá Breiðablik er risaslagur gegn toppliði Víkinga sem tapaði sínum fyrsta leik í kvöld. Óskar snerti aðeins á þeim leik í lok viðtalsins.

„Við eigum leik á föstudaginn gegn Víkingi sem verður hörkuleikur. Leikur sem að skiptir okkur miklu máli. Við söxuðum eitt stig af Víking í þessari umferð og þurfum að komast nær þeim á föstudaginn. “

Sagði Óskar Hrafn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner