Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   mán 29. maí 2023 22:01
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Klæmint Olsen er ekki ábyrgur
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Óskari er Klæmint brenndi af dauðafæri.
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Óskari er Klæmint brenndi af dauðafæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Keflavík eftir markalaust jafntefli Keflavíkur og Breiðabliks í kvöld. Fyrsta spurning fréttaritara til Óskars var einföld. Hvað er hann sáttur með úr leik kvöldsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Ég er sáttur með spilamennskuna á milli teiganna og fannst við spila vel við mjög erfiðar aðstæður. En svo var ógnunin ekki nægjanlega mikil inn í teig andstæðinganna. Og þegar þú ferð hátt með liðið og aðstæður eru svona krefjandi áttu alltaf á hættu að leikmenn líkt og Stefan Ljubicic geti sært þig. Ég er ánægður með frammistöðuna á milli teiga, ég er ánægður með að halda hreinu og ég er ánægður með að vera byrjaður að saxa á Víkinga.“

Fátt verður um annað rætt eftir þennan leik en dauðafærið sem að Klæmint Olsen brenndi af á hreint út sagt ótrúlegan hátt, Óskar tjáði sig um atvikið.

„Klæmint fékk gott færi og brenndi því af. Ég átta mig ekkert á því hvernig hann skoppaði fyrir hann, hversu hratt hann kom eða hvernig þetta var. ´Ég veit bara að Klæmint er maður sem er búinn að skora yfir þrjúhundruð mörk á meistaraflokksferli sínum, er fæddur markaskorari og geri bara ráð fyrir að þetta hafi bara verið erfitt og boltinn ekki legið vel fyrir honum. Við brennum af færum saman, fáum á okkur mörk saman, töpum saman og fögnum sigrum saman. Það er ekki Klæmint Olsen sem er ábyrgur fyrir því að við gerum jafntefli í þessum leik.“

Næst á dagskrá hjá Breiðablik er risaslagur gegn toppliði Víkinga sem tapaði sínum fyrsta leik í kvöld. Óskar snerti aðeins á þeim leik í lok viðtalsins.

„Við eigum leik á föstudaginn gegn Víkingi sem verður hörkuleikur. Leikur sem að skiptir okkur miklu máli. Við söxuðum eitt stig af Víking í þessari umferð og þurfum að komast nær þeim á föstudaginn. “

Sagði Óskar Hrafn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner