Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   lau 02. desember 2023 13:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi vildi fá Morata - „Mjög góður leikmaður"
Mynd: EPA

Barcelona fær Atletico Madrid í heimsókn í spænsku deildinni á morgun. Liðin eru jöfn að stigum í 3. og 4. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Girona og Real Madrid.


Xavi, stjóri Barcelona greindi frá því á fréttamannafundi fyrir leikinn að hann reyndi að sannfæra Alvaro Morata um að ganga til liðs við félagið.

„Ég talaði við Alvaro Morata þar sem ég vildi fá hann til Barca, það er satt. Það var möguleiki, við höfum rætt það áður. Hann er mjög góður leikmaður, leggur hart að sér, mér líkar mjög vel við hann," sagði Xavi.

Morata hefur verið frábær fyrir Atletico í spænsku deildinni á tímabilinu en hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp eitt í tólf leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner