Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 03. febrúar 2025 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í gær í raðir Víkinga.
Gekk í gær í raðir Víkinga.
Mynd: Víkingur
Róbert eftir leik með U21 landsliðinu.
Róbert eftir leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er virkilega góð. Það eru hrikalega spennandi tímar framundan og mér líður mjög vel," segir Róbert Orri Þorkelsson sem er genginn í raðir Víkinga.

Róbert Orri er 22 ára gamall varnarmaður sem er alinn upp hjá Aftureldingu en hann spilaði með Breiðabliki í tvö ár áður en hann gekk til liðs við CF Montreal þar sem hann lék 21 leik í MLS deildinni frá 2021-2023.

Hann var síðan lánaður til Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Róbert á fjóra A-landsleiki að baki og 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var fyrirliði U21 landsliðsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá stóð valið hjá honum á milli Vals og Víkings, en Breiðablik blandaði sér ekki mikið í baráttuna.

„Mér leist vel á Víkingana. Það hefur sýnt sig síðustu ár að þeir hafa verið að standa sig vel. Það eru spennandi leikir framundan í Evrópu. Það er allt spennandi í kringum liðið og sérstaklega með Sölva sem þjálfara og Kára þarna líka. Þeir ættu að geta kennt manni eitthvað sem fyrrverandi hafsentar. Ég held að ég geti lært mikið hérna til að verða betri leikmaður," segir Róbert.

Leist best á Víking
Planið var ekki að koma heim til Íslands en hann segir að það hafi verið best í stöðunni núna. Markmiðið er að fara aftur út í atvinnumennsku svo.

„Það voru einhver lið sem höfðu samband en mér leist best á Víking. Ég var ekkert að velja um Breiðablik, það kom ekki upp á borð hjá mér. Mér leist best á Víking, það er bara þannig."

Er svekkjandi að Breiðablik sé ekki að koma að borðinu?

„Nei, það eru engar vondar tilfinningar. Sumir telja einhverja aðra kosti vera betri og maður verður að virða það. Ég pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt."

Róbert er spenntur fyrir því að taka þátt í verkefninu sem er framundan með Víkingi.

„Þetta er mjög gott umhverfi svo ég geti bætt mig og gert vel. Ég er þvílíkt sáttur. Það er ekki langt í leiki gegn Panathinaikos sem er virkilega spennandi. Vonandi get ég tekið þátt og verið góður," segir Róbert Orri sem er hungraður í að gera vel á nýjum stað.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir