Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mán 03. febrúar 2025 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í gær í raðir Víkinga.
Gekk í gær í raðir Víkinga.
Mynd: Víkingur
Róbert eftir leik með U21 landsliðinu.
Róbert eftir leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er virkilega góð. Það eru hrikalega spennandi tímar framundan og mér líður mjög vel," segir Róbert Orri Þorkelsson sem er genginn í raðir Víkinga.

Róbert Orri er 22 ára gamall varnarmaður sem er alinn upp hjá Aftureldingu en hann spilaði með Breiðabliki í tvö ár áður en hann gekk til liðs við CF Montreal þar sem hann lék 21 leik í MLS deildinni frá 2021-2023.

Hann var síðan lánaður til Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Róbert á fjóra A-landsleiki að baki og 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var fyrirliði U21 landsliðsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá stóð valið hjá honum á milli Vals og Víkings, en Breiðablik blandaði sér ekki mikið í baráttuna.

„Mér leist vel á Víkingana. Það hefur sýnt sig síðustu ár að þeir hafa verið að standa sig vel. Það eru spennandi leikir framundan í Evrópu. Það er allt spennandi í kringum liðið og sérstaklega með Sölva sem þjálfara og Kára þarna líka. Þeir ættu að geta kennt manni eitthvað sem fyrrverandi hafsentar. Ég held að ég geti lært mikið hérna til að verða betri leikmaður," segir Róbert.

Leist best á Víking
Planið var ekki að koma heim til Íslands en hann segir að það hafi verið best í stöðunni núna. Markmiðið er að fara aftur út í atvinnumennsku svo.

„Það voru einhver lið sem höfðu samband en mér leist best á Víking. Ég var ekkert að velja um Breiðablik, það kom ekki upp á borð hjá mér. Mér leist best á Víking, það er bara þannig."

Er svekkjandi að Breiðablik sé ekki að koma að borðinu?

„Nei, það eru engar vondar tilfinningar. Sumir telja einhverja aðra kosti vera betri og maður verður að virða það. Ég pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt."

Róbert er spenntur fyrir því að taka þátt í verkefninu sem er framundan með Víkingi.

„Þetta er mjög gott umhverfi svo ég geti bætt mig og gert vel. Ég er þvílíkt sáttur. Það er ekki langt í leiki gegn Panathinaikos sem er virkilega spennandi. Vonandi get ég tekið þátt og verið góður," segir Róbert Orri sem er hungraður í að gera vel á nýjum stað.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner