Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 03. febrúar 2025 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í gær í raðir Víkinga.
Gekk í gær í raðir Víkinga.
Mynd: Víkingur
Róbert eftir leik með U21 landsliðinu.
Róbert eftir leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er virkilega góð. Það eru hrikalega spennandi tímar framundan og mér líður mjög vel," segir Róbert Orri Þorkelsson sem er genginn í raðir Víkinga.

Róbert Orri er 22 ára gamall varnarmaður sem er alinn upp hjá Aftureldingu en hann spilaði með Breiðabliki í tvö ár áður en hann gekk til liðs við CF Montreal þar sem hann lék 21 leik í MLS deildinni frá 2021-2023.

Hann var síðan lánaður til Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Róbert á fjóra A-landsleiki að baki og 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var fyrirliði U21 landsliðsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá stóð valið hjá honum á milli Vals og Víkings, en Breiðablik blandaði sér ekki mikið í baráttuna.

„Mér leist vel á Víkingana. Það hefur sýnt sig síðustu ár að þeir hafa verið að standa sig vel. Það eru spennandi leikir framundan í Evrópu. Það er allt spennandi í kringum liðið og sérstaklega með Sölva sem þjálfara og Kára þarna líka. Þeir ættu að geta kennt manni eitthvað sem fyrrverandi hafsentar. Ég held að ég geti lært mikið hérna til að verða betri leikmaður," segir Róbert.

Leist best á Víking
Planið var ekki að koma heim til Íslands en hann segir að það hafi verið best í stöðunni núna. Markmiðið er að fara aftur út í atvinnumennsku svo.

„Það voru einhver lið sem höfðu samband en mér leist best á Víking. Ég var ekkert að velja um Breiðablik, það kom ekki upp á borð hjá mér. Mér leist best á Víking, það er bara þannig."

Er svekkjandi að Breiðablik sé ekki að koma að borðinu?

„Nei, það eru engar vondar tilfinningar. Sumir telja einhverja aðra kosti vera betri og maður verður að virða það. Ég pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt."

Róbert er spenntur fyrir því að taka þátt í verkefninu sem er framundan með Víkingi.

„Þetta er mjög gott umhverfi svo ég geti bætt mig og gert vel. Ég er þvílíkt sáttur. Það er ekki langt í leiki gegn Panathinaikos sem er virkilega spennandi. Vonandi get ég tekið þátt og verið góður," segir Róbert Orri sem er hungraður í að gera vel á nýjum stað.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner